Chicago burstaði Miami 28. apríl 2006 10:22 Leikmenn Miami höfðu litla ástæðu til að brosa í gær og voru duglegir að safna að sér villum. Chicago vann öruggan sigur í gær og ef liðið endurtekur leikinn á sunnudag - er aldrei að vita hvað gerist í einvíginu NordicPhotos/GettyImages Chicago Bulls gerði sér lítið fyrir og burstaði Miami á heimavelli sínum 109-90 í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Lið Miami virkaði alls ekki sannfærandi í leiknum og þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik í Chicago ef ekki á illa að fara. Shaquille O´Neal átti einhverja slökustu frammistöðu á ferlinum og skoraði aðeins 2 stig í fyrstu þremur leikhlutunum í leik sem sýndur var á NBA TV. Chicago-liðið sýndi hetjulega baráttu í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem fram fóru í Miami, en var engu að síður komið 2-0 undir og Miami sannarlega í bílstjórasætinu fyrir leikinn. Það breyttist þó allt í gær og baráttuglaðir heimamenn unnu sannfærandi sigur, Michael Jordan til mikillar ánægju - en hann fylgdist með leiknum úr heiðursstúkunni. Ben Gordon var stigahæstur í liði Chicago með 24 stig, Kirk Hinrich skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar og þeir Andres Nocioni og Luol Deng skoruðu 19 stig hvor. Dwayne Wade skoraði 26 stig fyrir Miami en var langt frá sínu besta. Shaquille O´Neal skoraði 8 stig og tapaði 7 boltum á aðeins 24 mínútum og var í villuvandræðum allan leikinn. Til að kóróna arfaslaka frammistöðu Miami var svo James Posey hent út úr húsi fyrir tilgangslaust brot á Kirk Hinrich - og var svo óheppinn að gera það beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem sat á meðal áhorfenda í Chicago, en hann sér um að setja menn í leikbönn fyrir svona hegðun. Líklegt verður að teljast að Posey verði settur í eins leiks bann fyrir uppátæki sitt. Meiðslum hrjáð lið Indiana Pacers er komið í 2-1 gegn New Jersey eftir góðan 107-95 sigur á New Jersey Nets í gær. Jermaine O´Neal átti frábæran leik hjá Indiana, skoraði 37 stig, hirti 15 fráköst og hitti úr 12 af 15 skotum utan af velli og Anthony Johnson skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar. Þeir Vince Carter og Richard Jefferson skoruðu 25 stig hvor fyrir New Jersey. Denver náði að minnka muninn í 2-1 gegn LA Clippers með 94-87 sigri á heimavelli sínum. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum, en mál manna vestanhafs er að andrúmsloftið í herbúðum Denver sé orðið ansi spennuþrungið í kjölfar leikbannsins sem Kenyon Martin var settur í og vegna taps í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Carmelo Anthony átti erfitt uppdráttar þriðja leikinn í röð en var stigahæstur hjá Denver með 24 stig. Corey Maggette skoraði 23 stig af bekknum hjá Clippers og Sam Cassell skoraði 20 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjá meira
Chicago Bulls gerði sér lítið fyrir og burstaði Miami á heimavelli sínum 109-90 í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Lið Miami virkaði alls ekki sannfærandi í leiknum og þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik í Chicago ef ekki á illa að fara. Shaquille O´Neal átti einhverja slökustu frammistöðu á ferlinum og skoraði aðeins 2 stig í fyrstu þremur leikhlutunum í leik sem sýndur var á NBA TV. Chicago-liðið sýndi hetjulega baráttu í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem fram fóru í Miami, en var engu að síður komið 2-0 undir og Miami sannarlega í bílstjórasætinu fyrir leikinn. Það breyttist þó allt í gær og baráttuglaðir heimamenn unnu sannfærandi sigur, Michael Jordan til mikillar ánægju - en hann fylgdist með leiknum úr heiðursstúkunni. Ben Gordon var stigahæstur í liði Chicago með 24 stig, Kirk Hinrich skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar og þeir Andres Nocioni og Luol Deng skoruðu 19 stig hvor. Dwayne Wade skoraði 26 stig fyrir Miami en var langt frá sínu besta. Shaquille O´Neal skoraði 8 stig og tapaði 7 boltum á aðeins 24 mínútum og var í villuvandræðum allan leikinn. Til að kóróna arfaslaka frammistöðu Miami var svo James Posey hent út úr húsi fyrir tilgangslaust brot á Kirk Hinrich - og var svo óheppinn að gera það beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem sat á meðal áhorfenda í Chicago, en hann sér um að setja menn í leikbönn fyrir svona hegðun. Líklegt verður að teljast að Posey verði settur í eins leiks bann fyrir uppátæki sitt. Meiðslum hrjáð lið Indiana Pacers er komið í 2-1 gegn New Jersey eftir góðan 107-95 sigur á New Jersey Nets í gær. Jermaine O´Neal átti frábæran leik hjá Indiana, skoraði 37 stig, hirti 15 fráköst og hitti úr 12 af 15 skotum utan af velli og Anthony Johnson skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar. Þeir Vince Carter og Richard Jefferson skoruðu 25 stig hvor fyrir New Jersey. Denver náði að minnka muninn í 2-1 gegn LA Clippers með 94-87 sigri á heimavelli sínum. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum, en mál manna vestanhafs er að andrúmsloftið í herbúðum Denver sé orðið ansi spennuþrungið í kjölfar leikbannsins sem Kenyon Martin var settur í og vegna taps í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Carmelo Anthony átti erfitt uppdráttar þriðja leikinn í röð en var stigahæstur hjá Denver með 24 stig. Corey Maggette skoraði 23 stig af bekknum hjá Clippers og Sam Cassell skoraði 20 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjá meira