Fallbaráttan í algleymingi um helgina 28. apríl 2006 12:30 Þeir Steve Bruce og Bryan Robson fagna hér Englandsmeistaratitlinum með Manchester United árið 1993, en nú er öldin önnur og flest bendir til þess að þeir falli báðir í 1. deildina sem knattspyrnustjórar Birmingham og West Brom NordicPhotos/GettyImages Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni verður sannarlega í sviðsljósinu um helgina, en þá koma örlög Portsmouth, Birmingham og West Brom til með verða ráðin. Ljóst er að tvö af þessum liðum munu fylgja Sunderland í 1. deildina í vor og stjórar liðanna munu eflaust tjalda öllu til að krækja sér í dýrmæt stig um helgina. Steve Bruce, stjóri Birmingham, segir að leikur liðsins gegn Newcastle á laugardaginn sé mikilvægasti leikur í sögu félagsins. Birmingham er tveimur stigum á eftir Portsmouth og fjórum stigum fyrir ofan West Brom í töflunni þegar tveir leikir eru eftir. West Brom fellur ef Birmingham gerir jafntefli um helgina og Bryan Robson segist gera sér fullkomlega grein fyrir því. "Við erum meira og minna fallnir," sagði Robson. Portsmouth getur hinsvegar tryggt veru sína í deildinni ef úrslit helgarinnar verða liðinu í hag, því ef Portsmouth leggur Wigan og Birmingham nær ekki að vinna Newcastle, eru lærisveinar Harry Redknapp sloppnir fyrir horn. Markið hjá Mendes vendipunkturinn "Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu mála fyrir tveimur mánuðum, hefði ég sannarlega þegið hana, " sagði Redknapp og sagði að vendipunkturinn á tímabilinu hjá Portsmouth hafi komið í 2-1 sigri liðsins gegn Manchester City. "Þann 11. mars skoraði Pedro Mendez glæsilegt sigurmark fyrir okkur á lokamínútunum gegn City og það var að mínu mati vendipunkturinn í ár. Ég held að þetta glæsilega mark hafi gert gæfumuninn fyrir mig, leikmennina og stuðningsmennina og ég er er hræddur um að við hefðum farið beint niður ef ekki hefði verið fyrir þetta mark," sagði Redknapp. Standast þeir pressuna? Steve Bruce hjá Birmingham segir að örlög liðsins ráðist á því hvort leikmennirnir standist pressuna á lokasprettinum. "Þetta veltur allt á því hvernig leikmennirnir halda á spöðunum. Við höfum vissulega spilað nokkra leiki síðan um jól þar sem við höfum nauðsynlega þurft að vinna. Við höfum reynt okkar besta til að vera jákvæðir og verðum að ná hagstæðum úrslitum um helgina - en það er ekkert leyndarmál að ég verð með annað augað á Portsmouth-leiknum," sagði Bruce. Robson hóflega bjartsýnn Bryan Robson er skiljanlega orðinn mjög vondaufur um að vinna það kraftaverka að halda liði sínu West Brom uppi annað árið í röð. "Það eru stærðfræðilegir möguleikar á því að við höldum okkur uppi, en það eru ekki leikirnir sem eftir eru sem komu okkur í þessa aðstöðu - það eru slæm úrslit í allan vetur. Við getum aðeins undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn West Ham á mánudaginn og vonað að úrslit helgarinnar verði okkur í hag." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Sjá meira
Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni verður sannarlega í sviðsljósinu um helgina, en þá koma örlög Portsmouth, Birmingham og West Brom til með verða ráðin. Ljóst er að tvö af þessum liðum munu fylgja Sunderland í 1. deildina í vor og stjórar liðanna munu eflaust tjalda öllu til að krækja sér í dýrmæt stig um helgina. Steve Bruce, stjóri Birmingham, segir að leikur liðsins gegn Newcastle á laugardaginn sé mikilvægasti leikur í sögu félagsins. Birmingham er tveimur stigum á eftir Portsmouth og fjórum stigum fyrir ofan West Brom í töflunni þegar tveir leikir eru eftir. West Brom fellur ef Birmingham gerir jafntefli um helgina og Bryan Robson segist gera sér fullkomlega grein fyrir því. "Við erum meira og minna fallnir," sagði Robson. Portsmouth getur hinsvegar tryggt veru sína í deildinni ef úrslit helgarinnar verða liðinu í hag, því ef Portsmouth leggur Wigan og Birmingham nær ekki að vinna Newcastle, eru lærisveinar Harry Redknapp sloppnir fyrir horn. Markið hjá Mendes vendipunkturinn "Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu mála fyrir tveimur mánuðum, hefði ég sannarlega þegið hana, " sagði Redknapp og sagði að vendipunkturinn á tímabilinu hjá Portsmouth hafi komið í 2-1 sigri liðsins gegn Manchester City. "Þann 11. mars skoraði Pedro Mendez glæsilegt sigurmark fyrir okkur á lokamínútunum gegn City og það var að mínu mati vendipunkturinn í ár. Ég held að þetta glæsilega mark hafi gert gæfumuninn fyrir mig, leikmennina og stuðningsmennina og ég er er hræddur um að við hefðum farið beint niður ef ekki hefði verið fyrir þetta mark," sagði Redknapp. Standast þeir pressuna? Steve Bruce hjá Birmingham segir að örlög liðsins ráðist á því hvort leikmennirnir standist pressuna á lokasprettinum. "Þetta veltur allt á því hvernig leikmennirnir halda á spöðunum. Við höfum vissulega spilað nokkra leiki síðan um jól þar sem við höfum nauðsynlega þurft að vinna. Við höfum reynt okkar besta til að vera jákvæðir og verðum að ná hagstæðum úrslitum um helgina - en það er ekkert leyndarmál að ég verð með annað augað á Portsmouth-leiknum," sagði Bruce. Robson hóflega bjartsýnn Bryan Robson er skiljanlega orðinn mjög vondaufur um að vinna það kraftaverka að halda liði sínu West Brom uppi annað árið í röð. "Það eru stærðfræðilegir möguleikar á því að við höldum okkur uppi, en það eru ekki leikirnir sem eftir eru sem komu okkur í þessa aðstöðu - það eru slæm úrslit í allan vetur. Við getum aðeins undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn West Ham á mánudaginn og vonað að úrslit helgarinnar verði okkur í hag."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Sjá meira