Innlent

Hálfur annar milljarður í slökkviliðið

Það kostar ríkissjóð tæpan einn og hálfan milljarð króna að yfirtaka rekstur slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðuneytisins um flutning slökkviliðsins undir flugvallarstjórann á Keflavíkurflugvelli.

Lagafrumvarp utanríkisráðherra í þessa veru var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í því er gert ráð fyrir að Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli beri ábyrgð á rekstri slökkviliðs. Henni er þó heimilt að semja við sveitarfélag eða byggðasamlag um rekstur slökkviliðsins. Eftir því sem við verður komið á að bjóða þeim starfsmönnum Bandaríkjahers sem unnið hafa fyrir slökkviliðið eða tengdar deildir vinnu hjá nýja slökkviliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×