Atvinna, fjölskyldu- og skipulagsmál í forgrunni 3. maí 2006 11:52 Oddur Halldórsson, Anna Halla Emilsdóttir, Víðir Benediktsson, Halla Björk Reynisdóttir og Nói Björnsson. Samsett mynd / Vísir L-listinn, listi fólksins sem býður fram í 3. sinn í sveitarstjórnarkosningunum 27. maí næstkomandi kynnti stefnuskrá sína í morgun undir yfirskriftinni "Afl fyrir Akureyri til 2010". Þar er áherslan meðal annars lögð á fjölskylduvænni bæ, eflingu skóla, fría leikskóla og almenningssamgöngur og þá vill L-listinn að bæjarstjóri Akureyrar verði ráðinn á faglegum forsendum. L-listinn, listi fólksins, bauð fyrst fram í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri árið 1998 og fékk einn mann kjörinn. Árið 2002 bætti hann við sig manni og á nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Nú er stefnan sett á 3 bæjarfulltrúa. L-listinn er hópur áhugafólks um velferð Akureyrar og íbúa hennar og er opinn öllum, óháð stjórnmálaskoðun. Stefnuskrá L-listans, lista fólksins fyrir næsta kjörtímabil er unnin eftir þeim markmiðum sem flokksmenn hafa sett sér, eftir spurningunni: "Hvernig viljum við að Akureyri verði við lok kjörtímabils, árið 2010?" Í stefnuskrá L-listans segir m.a.; "Við viljum að Akureyri verði enn betri bær og til þess leggjum við áherslu á meðal annars eftirfarandi mál: • Bætt skipulag innanbæjarsamgangna; • Ávallt nægar byggingarlóðir jafnt fyrir íbúðir sem atvinnustarfsemi; • Ljúka skipulagi háskólasvæðis; • Akureyri sé fjölskylduvænn bær; • Tryggt aðgengi að daggæslu, skólum, heilsugæslu og allri þjónustu; • Frítt í strætó! • Allar barnafjölskyldur eigi kost á leikskólaplássi - án skólagjalda; • Einkavæðum ekki skólana; • Leik- og grunnskólar: Heitur matur í hádeginu, eldaður á Akureyri! • Háskólinn á Akureyri njóti öflugs stuðnings; • Orkuháskólinn er boðinn velkominn! • Sorpmálin eru bæjarskömm, þeim verður komið í það horf að sómi verði af; • Glerárgil og strandlengjan meðfram bænum verða gerð að hreinu og vistvænu útivistarsvæði; • Vinnum markvist að stuðningi við atvinnulíf í bænum og gerum Akureyri fýsilegan kost fyrir ný fyrirtæki; • Vinnum markvisst að markaðssetningu Akureyrar; • Þyrlubjörgunarsveit verði staðsett á Akureyrarflugvelli; • Byggjum upp á KA - og Þórssvæðinu. • Byggjum akstursíþróttaaðstöðu við Glerá; • Tryggjum fimleikafólki aðstöðu sem jafnast á við besta sem gerist; • Reisum reiðhöll á hesthúsasvæðinu við Hlíðarholt; • Listahátíð unga fólksins verði árlegur viðburður; • Stóraukum fjármagn til vímuvarna og forvarna; • Vinnum markvisst áfram að uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þess þurfa og búum þeim heimilislegt umhverfi og aðstöðu til að taka á móti fjölskyldum sínum með reisn; • Við teljum að málefni fatlaðra sé betur borgið hjá sveitarfélaginu en ríki; • Algjört jafnrétti kynjanna á að vera ófrávíkjanleg regla í allri stjórnsýslu Akureyrarbæjar; • Áfram verði unnið að verkefninu „sjálfbært samfélag í Hrísey"; • Heilsugæsla Hríseyinga verði færð undir Heilsugæslustöðina á Akureyri; • Við viljum efla starfsemi Fjórðungssjúkrahússins sem hátæknisjúkrahús á landsbyggðinni; • Við viljum að bæjarstjórinn, það er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Akureyrarbæjar, verði ráðinn á faglegum forsendum; • Auðveldum bæjarbúum að fylgjast með hvað kjörnir fulltrúar þeirra eru að gera, hvernig bæjarstjórn vinnur. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
L-listinn, listi fólksins sem býður fram í 3. sinn í sveitarstjórnarkosningunum 27. maí næstkomandi kynnti stefnuskrá sína í morgun undir yfirskriftinni "Afl fyrir Akureyri til 2010". Þar er áherslan meðal annars lögð á fjölskylduvænni bæ, eflingu skóla, fría leikskóla og almenningssamgöngur og þá vill L-listinn að bæjarstjóri Akureyrar verði ráðinn á faglegum forsendum. L-listinn, listi fólksins, bauð fyrst fram í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri árið 1998 og fékk einn mann kjörinn. Árið 2002 bætti hann við sig manni og á nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Nú er stefnan sett á 3 bæjarfulltrúa. L-listinn er hópur áhugafólks um velferð Akureyrar og íbúa hennar og er opinn öllum, óháð stjórnmálaskoðun. Stefnuskrá L-listans, lista fólksins fyrir næsta kjörtímabil er unnin eftir þeim markmiðum sem flokksmenn hafa sett sér, eftir spurningunni: "Hvernig viljum við að Akureyri verði við lok kjörtímabils, árið 2010?" Í stefnuskrá L-listans segir m.a.; "Við viljum að Akureyri verði enn betri bær og til þess leggjum við áherslu á meðal annars eftirfarandi mál: • Bætt skipulag innanbæjarsamgangna; • Ávallt nægar byggingarlóðir jafnt fyrir íbúðir sem atvinnustarfsemi; • Ljúka skipulagi háskólasvæðis; • Akureyri sé fjölskylduvænn bær; • Tryggt aðgengi að daggæslu, skólum, heilsugæslu og allri þjónustu; • Frítt í strætó! • Allar barnafjölskyldur eigi kost á leikskólaplássi - án skólagjalda; • Einkavæðum ekki skólana; • Leik- og grunnskólar: Heitur matur í hádeginu, eldaður á Akureyri! • Háskólinn á Akureyri njóti öflugs stuðnings; • Orkuháskólinn er boðinn velkominn! • Sorpmálin eru bæjarskömm, þeim verður komið í það horf að sómi verði af; • Glerárgil og strandlengjan meðfram bænum verða gerð að hreinu og vistvænu útivistarsvæði; • Vinnum markvist að stuðningi við atvinnulíf í bænum og gerum Akureyri fýsilegan kost fyrir ný fyrirtæki; • Vinnum markvisst að markaðssetningu Akureyrar; • Þyrlubjörgunarsveit verði staðsett á Akureyrarflugvelli; • Byggjum upp á KA - og Þórssvæðinu. • Byggjum akstursíþróttaaðstöðu við Glerá; • Tryggjum fimleikafólki aðstöðu sem jafnast á við besta sem gerist; • Reisum reiðhöll á hesthúsasvæðinu við Hlíðarholt; • Listahátíð unga fólksins verði árlegur viðburður; • Stóraukum fjármagn til vímuvarna og forvarna; • Vinnum markvisst áfram að uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þess þurfa og búum þeim heimilislegt umhverfi og aðstöðu til að taka á móti fjölskyldum sínum með reisn; • Við teljum að málefni fatlaðra sé betur borgið hjá sveitarfélaginu en ríki; • Algjört jafnrétti kynjanna á að vera ófrávíkjanleg regla í allri stjórnsýslu Akureyrarbæjar; • Áfram verði unnið að verkefninu „sjálfbært samfélag í Hrísey"; • Heilsugæsla Hríseyinga verði færð undir Heilsugæslustöðina á Akureyri; • Við viljum efla starfsemi Fjórðungssjúkrahússins sem hátæknisjúkrahús á landsbyggðinni; • Við viljum að bæjarstjórinn, það er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Akureyrarbæjar, verði ráðinn á faglegum forsendum; • Auðveldum bæjarbúum að fylgjast með hvað kjörnir fulltrúar þeirra eru að gera, hvernig bæjarstjórn vinnur.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira