Innlent

Þingfundum frestað á morgun til 30. maí

MYND/Stefán

Þingfundum verður frestað á morgun en þing kemur saman aftur 30. maí og starfar þá í tvær vikur. Þetta var ákveðið í dag á fundi formanna þingflokka með forseta Alþingis. Reynt var að ná samkomulagi um að ljúka þingstörfum alveg á morgun en það var ekki hægt meðal annars vegna ágreinings um frumvarp iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Forseti Alþingis segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin að hluta vegna þrýstings frá sveitarstjórnarmönnum úr öllum flokkum sem vilji eiga sviðið fram að kosningum. Mikilvægt sé að ríkisstjórnin ákveði fljótlega hvaða málum hún leggi áherslu á að ljúka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×