Lykilatriði að auka upplýsingaflæði og gegnsæi 3. maí 2006 22:47 MYND/Stöð 2 Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði. Tryggvi Þór Herbertsson og Fredric Mishkin, einn virtasti hagfræðingur í heimi á sviði fjármálastöðugleika, kynntu skýrslu sína um stöðugleika í íslensku efnahagslífi sem unnin var fyrir fjármálamönnum og erlendum fjölmiðlum á borð við New York Times, Wall Street Journal og Bloomberg í New York. Í skýrslunni kemur fram að þótt nokkurt ójafnvægi sé nú í íslensku efnahagslífi muni séu litlar líkur á algjöru hruni. Höfundar skýrslunnar segja engu að síður að vegna smæðar íslenska hagkerfisins sé það viðkvæmt fyrir jafnvel litlum sveiflum á fjármagnsflæði á alþjóðavettvangi. Ef upplýsingaflæði og gangsæi sé ekki nóg geti fjárfestar farið að trúa að eitthvað sé að jafnvel þótt svo sé ekki og þá geti illa farið. Eina ráðið við þessu sé að auka upplýsingar og gegnsæi í íslenska hagkerfinu. Þetta er eitt þeirra fjögurra atriða sem Mishkin og Tryggvi telja að breyta þurfi til að stuðla að auknum stöðugleika hér á landi. Þeir leggja einnig til að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markað, en húsnæðisverð hefur keyrt upp verðbólguna hér á landi. Þá vilja þeir að Fjármálaeftirlitið verði fært undir Seðlabankann. Tryggvi segir meðal annars að Seðlabankinn geti ýtt lausafé inn í hagkerfið ef það sé óstöðugt en það geti Fjármálaeftirlitið ekki. Þá séu hin augljósu sanninda að Ísland sé örríki og þar sé stjórn þessara mála að hans mati betur komin í einni stofnun. Tryggi segir aðspurður að það skipti máli að mikils metinn maður eins og Fredric Mishkin hafi verið fenginn til að vinna skýrsluna og kynna hana fyrir erlendum fjölmiðlum. Mishkin sé mjög virtur innan hagfræðinnar og Tryggvi segir að tæplega hefðu jafnmargir komið og hlustað á hann sjálfan kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði. Tryggvi Þór Herbertsson og Fredric Mishkin, einn virtasti hagfræðingur í heimi á sviði fjármálastöðugleika, kynntu skýrslu sína um stöðugleika í íslensku efnahagslífi sem unnin var fyrir fjármálamönnum og erlendum fjölmiðlum á borð við New York Times, Wall Street Journal og Bloomberg í New York. Í skýrslunni kemur fram að þótt nokkurt ójafnvægi sé nú í íslensku efnahagslífi muni séu litlar líkur á algjöru hruni. Höfundar skýrslunnar segja engu að síður að vegna smæðar íslenska hagkerfisins sé það viðkvæmt fyrir jafnvel litlum sveiflum á fjármagnsflæði á alþjóðavettvangi. Ef upplýsingaflæði og gangsæi sé ekki nóg geti fjárfestar farið að trúa að eitthvað sé að jafnvel þótt svo sé ekki og þá geti illa farið. Eina ráðið við þessu sé að auka upplýsingar og gegnsæi í íslenska hagkerfinu. Þetta er eitt þeirra fjögurra atriða sem Mishkin og Tryggvi telja að breyta þurfi til að stuðla að auknum stöðugleika hér á landi. Þeir leggja einnig til að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markað, en húsnæðisverð hefur keyrt upp verðbólguna hér á landi. Þá vilja þeir að Fjármálaeftirlitið verði fært undir Seðlabankann. Tryggvi segir meðal annars að Seðlabankinn geti ýtt lausafé inn í hagkerfið ef það sé óstöðugt en það geti Fjármálaeftirlitið ekki. Þá séu hin augljósu sanninda að Ísland sé örríki og þar sé stjórn þessara mála að hans mati betur komin í einni stofnun. Tryggi segir aðspurður að það skipti máli að mikils metinn maður eins og Fredric Mishkin hafi verið fenginn til að vinna skýrsluna og kynna hana fyrir erlendum fjölmiðlum. Mishkin sé mjög virtur innan hagfræðinnar og Tryggvi segir að tæplega hefðu jafnmargir komið og hlustað á hann sjálfan kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira