Innlent

Færist undir samgönguráðuneytið

Flugvél tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli.
Flugvél tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli. MYND/Heiða
Yfirtakan á rekstri Keflavíkurflugvallar undir stjórn utanríkisráðuneytisins er aðeins biðleikur þar til völlurinn verður færður undir samgönguráðuneytið.

Keflavíkurflugvöllur hefur heyrt undir utanríkisráðuneytið og haft sérstaka flugmálastjórn vegna stöðu hans sem herflugvallar fyrir Bandaríkjaher. Þetta hefur verið þyrnir í augum Alþjóða flugmálastjórnarinnar sem vill að ein flugmálastjórn sé í hverju landi. Með því móti verði ábyrgð á flugmálum óskert og á einni hendi.

Hingað til hafa engar breytingar komið til greina en nú er tíðinda að vænta. Nýframkomið frumvarp utanríkisráðherra um yfirtöku á rekstri Keflavíkurflugvallar, undir regnhlíf utanríkisráðuneytisins, er aðeins hugsað sem biðleikur. Þetta staðfesta viðmælendur í stjórnkerfinu. Áður en yfir lýkur og jafnvel innan tiltölulega skamms tíma er gert ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur færist undir samgönguráðuneytið. Þá er ekki óvarlegt að álykta að Flugmálastjórn Íslands tæki yfir rekstur Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar og yrði þannig orðið við tilmælum Alþjóða flugmálastjórnarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×