Neitar að hafa verið við stjórnvölinn 5. maí 2006 18:49 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, neitar því að hafa verið við stjórnvölinn þegar skemmtibátur hans Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi. Jónas, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum, segir Matthildi Harðardóttur hafa stýrt bátnum, en hún lést í slysinu. Andrúmsloftið var þungt í dómsal í dag þegar vitni voru kölluð fyrir. Jónas Garðarson var fyrstur. Hann er ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibáti sínum sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. september í haust, í slæmu veðri. Maður og kona létust í slysinu. Jónas er ákærður fyrir manndráp og líkamstjón af gáleysi og brot á siglingalögum. Hann á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Jónas sagðist hafa stýrt bátnum fyrri hluta ferðarinnar, þá hafi Matthildur Harðardóttir tekið við stjórn og siglt bátnum í strand. Matthildur og sambýlismaður hennar létust í slysinu. Jónas viðurkenndi að hafa neytt áfengis um kvöldið en hann hefði þó ekki fundið fyrir áhrifum þess. Jónas mældist með 1,07 prómill í blóðinu tveimur og hálfum tíma eftir slysið, það er tvöfalt magn áfengis en miðað er við í ölvunarakstri. Að öðru leyti sagðist Jónas lítið muna eftir slysinu og aðdraganda þess og útskýrði minnisleysi sitt með því að hafa orðið fyrir áfalli. Jónas sagðist ekki vita fyrir víst hvort talstöðin í bátnum hafi verið opin þó hann teldi það líklegt. Hann man ekki hvort sjókort var í bátnum eða hvort hann hafi séð til þess að farþegar færu í björgunarvesti. Eiginkona Jónasar, sem auk Jónasar og syni hans var bjargað af bátnum, kvaðst ekki muna hver var við stýrið þegar slysið varð. Hún sagði þó við yfirheyrslur hjá lögreglu stuttu eftir slysið að Jónas hefði verið við stýri. Hún skýrði breyttan framburð sinn með því að hún hefði orðið fyrir áfalli þegar slysið varð og lítið munað eftir því þegar hún gaf lögreglu skýrslu. Sérfræðivitnum sem kölluð voru til að skera úr um það hver var við stjórnvölinn, bar ekki saman. Lögreglumaðurinn sem stýrði rannsókn á slysinu telur fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið. Það sýni þeir áverkar sem Jónas hlaut. Bæklunarlæknir, sem einnig bar vitni fyrir dómi í dag er á öðru máli. Málflutningi verður fram haldið í héraðsdómi á mánudag. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, neitar því að hafa verið við stjórnvölinn þegar skemmtibátur hans Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi. Jónas, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum, segir Matthildi Harðardóttur hafa stýrt bátnum, en hún lést í slysinu. Andrúmsloftið var þungt í dómsal í dag þegar vitni voru kölluð fyrir. Jónas Garðarson var fyrstur. Hann er ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibáti sínum sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. september í haust, í slæmu veðri. Maður og kona létust í slysinu. Jónas er ákærður fyrir manndráp og líkamstjón af gáleysi og brot á siglingalögum. Hann á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Jónas sagðist hafa stýrt bátnum fyrri hluta ferðarinnar, þá hafi Matthildur Harðardóttir tekið við stjórn og siglt bátnum í strand. Matthildur og sambýlismaður hennar létust í slysinu. Jónas viðurkenndi að hafa neytt áfengis um kvöldið en hann hefði þó ekki fundið fyrir áhrifum þess. Jónas mældist með 1,07 prómill í blóðinu tveimur og hálfum tíma eftir slysið, það er tvöfalt magn áfengis en miðað er við í ölvunarakstri. Að öðru leyti sagðist Jónas lítið muna eftir slysinu og aðdraganda þess og útskýrði minnisleysi sitt með því að hafa orðið fyrir áfalli. Jónas sagðist ekki vita fyrir víst hvort talstöðin í bátnum hafi verið opin þó hann teldi það líklegt. Hann man ekki hvort sjókort var í bátnum eða hvort hann hafi séð til þess að farþegar færu í björgunarvesti. Eiginkona Jónasar, sem auk Jónasar og syni hans var bjargað af bátnum, kvaðst ekki muna hver var við stýrið þegar slysið varð. Hún sagði þó við yfirheyrslur hjá lögreglu stuttu eftir slysið að Jónas hefði verið við stýri. Hún skýrði breyttan framburð sinn með því að hún hefði orðið fyrir áfalli þegar slysið varð og lítið munað eftir því þegar hún gaf lögreglu skýrslu. Sérfræðivitnum sem kölluð voru til að skera úr um það hver var við stjórnvölinn, bar ekki saman. Lögreglumaðurinn sem stýrði rannsókn á slysinu telur fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið. Það sýni þeir áverkar sem Jónas hlaut. Bæklunarlæknir, sem einnig bar vitni fyrir dómi í dag er á öðru máli. Málflutningi verður fram haldið í héraðsdómi á mánudag.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira