Brosi allan hringinn 9. maí 2006 21:14 Árni Sigfússon virðist ekki þurfa að hafa áhyggjur af að leita sér að nýrri vinnu eftir næstu kosningar. MYND/Pjetur "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar fyrir NFS um fylgi flokkanna sem eru þar í framboði. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú.Það stefnir í stórsigur Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ miðað við niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS.Samfylkingarfólk og Framsóknarmenn sameinuðust í A-lista framboði fyrir kosningarnar og freistuðu þess að vinna meirihluta af Sjálfstæðisflokknum. Sú tilraun virðist ætla að mistakast hrapallega. Fylgi A-listans mælist 32 prósent en flokkarnir sem að honum standa fengu 47 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar í stórsókn og fengi tæp 68 prósent atkvæða, fimmtán prósentustigum meira en fyrir fjórum árum.Aðrir flokkar bjóða fram í fyrsta sinn og mælast vart eða ekki. Enginn nefndi Frjálslynda flokkinn, og Vinstri-grænir og Reykjanesbæjarlistinn voru aðeins nefndir einu sinni hvor um sig.Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna, var að vonum kátur. "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði hann. "Mér þykir mjög vænt um þessa miklu samstöðu sem mikill meirihluti bæjarbúa er að sýna með þessu. Árni benti þó á að þrjú nýjustu framboðin hefðu ekki verið búin að kynna sig þegar könnunin var gerð og því væri rétt að gefa þeim eitthvert tækifæri áður en þau væru afskrifuð. Fylgi flokkanna gæti því enn átt eftir að breytast.Reynir Valbergsson, bæjarstjóraefni A-listans, sagðist sannfærður um að listinn fengi meira fylgi í kosningum en í könnuninni. Hann sagði að nú lægi fyrir mönnum að berjast og vísaði til orða Winstons Churchills, sem tvisvar var forsætisráðherra Bretlands, um að ef menn ættu leið um helvíti ættu þeir ekki að nema staðar heldur halda áfram göngu sinni.Oddvitar minni framboðanna bentu á að þau væru nýframkomin og því þekktu kjósendur lítið til þeirra. Sigurður Eyberg, oddviti Vinstri-grænna, sagði ekkert að marka kosninguna þar sem hún hefði verið gerð í síðustu viku, áður en flokkurinn ákvað framboð í Reykjanesbæ.Oddviti Reykjanesbæjarlistans á sæti í miðstjórn Frjálslynda flokksins sem býður þar með fram klofinn í sveitarfélaginu. Kristinn Guðmundsson, oddviti Frjálslynda flokksins, átti ekki í vandræðum með að skýra hvernig á þessu stæði. "Við héldum að við yrðum svo stórir að við þyrftum að bjóða fram í tveimur flokkum." Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Vinstri græn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
"Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar fyrir NFS um fylgi flokkanna sem eru þar í framboði. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú.Það stefnir í stórsigur Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ miðað við niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS.Samfylkingarfólk og Framsóknarmenn sameinuðust í A-lista framboði fyrir kosningarnar og freistuðu þess að vinna meirihluta af Sjálfstæðisflokknum. Sú tilraun virðist ætla að mistakast hrapallega. Fylgi A-listans mælist 32 prósent en flokkarnir sem að honum standa fengu 47 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar í stórsókn og fengi tæp 68 prósent atkvæða, fimmtán prósentustigum meira en fyrir fjórum árum.Aðrir flokkar bjóða fram í fyrsta sinn og mælast vart eða ekki. Enginn nefndi Frjálslynda flokkinn, og Vinstri-grænir og Reykjanesbæjarlistinn voru aðeins nefndir einu sinni hvor um sig.Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna, var að vonum kátur. "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði hann. "Mér þykir mjög vænt um þessa miklu samstöðu sem mikill meirihluti bæjarbúa er að sýna með þessu. Árni benti þó á að þrjú nýjustu framboðin hefðu ekki verið búin að kynna sig þegar könnunin var gerð og því væri rétt að gefa þeim eitthvert tækifæri áður en þau væru afskrifuð. Fylgi flokkanna gæti því enn átt eftir að breytast.Reynir Valbergsson, bæjarstjóraefni A-listans, sagðist sannfærður um að listinn fengi meira fylgi í kosningum en í könnuninni. Hann sagði að nú lægi fyrir mönnum að berjast og vísaði til orða Winstons Churchills, sem tvisvar var forsætisráðherra Bretlands, um að ef menn ættu leið um helvíti ættu þeir ekki að nema staðar heldur halda áfram göngu sinni.Oddvitar minni framboðanna bentu á að þau væru nýframkomin og því þekktu kjósendur lítið til þeirra. Sigurður Eyberg, oddviti Vinstri-grænna, sagði ekkert að marka kosninguna þar sem hún hefði verið gerð í síðustu viku, áður en flokkurinn ákvað framboð í Reykjanesbæ.Oddviti Reykjanesbæjarlistans á sæti í miðstjórn Frjálslynda flokksins sem býður þar með fram klofinn í sveitarfélaginu. Kristinn Guðmundsson, oddviti Frjálslynda flokksins, átti ekki í vandræðum með að skýra hvernig á þessu stæði. "Við héldum að við yrðum svo stórir að við þyrftum að bjóða fram í tveimur flokkum."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Vinstri græn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira