Þrír handteknir vegna hnífsstungu í Hafnarfirði 14. maí 2006 12:00 Unglingur var stunginn með hnífi nú undir morgun í Hafnarfirði og var hann fluttur á slysadeild en hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins. Að sögn lögreglunnar er rannsókn málsins á viðkvæmu stigi en þrír hafa verið handteknir í tenglsum við verknaðinn. Íbúi við Móabarð í Hafnarfirði vaknaði við mikil læti á fjórða tímanum í nótt. Hann heyrði öskur og læti og leit út um gluggann og sér unglinga vera að stumra yfir sautján ára dreng úr götunni sem lá í blóði sínu. Hann hringdi í neyðarlínuna og skömmu síðar kom lögregla á staðinn. Drengurinn hafði verið í unglingapartíiu ásamt þrjátíu öðrum þegar bíll kom keyrandi upp að húsinu. Drengurinn sem stunginn var hafði þá hlaupið út með hafnarboltakylfu og mölvað rúðu í bílnum. Upp úr því urðu handalögmál sem leiddu til þess að drengurinn var stunginn. Íbúðinn sem fréttastofa ræddi við sagði unglingana hafa verið í háfgerðu taugaáfalli sem og þá íbúa sem komu að. Árásarmaðurinn var farinn af staðnum þegar lögregla kom. Lögreglan í Hafnarirði sendi frá sér tilkynningu vegna málsins sem hljóðar svo: „Lögreglan í Hafnarfirði rannsakar nú alvarlegt líkamsárásarmál sem átti sér stað í Hafnarfirði sl. nótt. Það var kl. 03:00 að lögreglu var tilkynnt að maður hefði verið stunginn og að annar hefði orðið fyrir bifreið í suðurbæ Hafnarfjarðar. Þegar lögregla og sjúkraflutningsmenn komu á staðinn var þar fyrir allmargt manna en meintir árásarmenn voru farnir af staðnum í bifreið. Þeir sem slösuðust voru fluttir á slysadeild. Sá sem stunginn var hafði misst mikið blóð en er nú að sögn lækna úr lífshættu og sá sem fyrir bifeiðinni varð mun ekki vera alvarlega slasaður. Nokkru síðar handtóku lögreglumenn þrjá aðila í bifreið á Kaldárselsvegi og eru þeir grunaðir um verknaðinn. Aðilarnir sem að málinu koma eru á aldrinum 16 til 19 ára. Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki hægt að gefa frekari upplýsingar að svo komnu." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Unglingur var stunginn með hnífi nú undir morgun í Hafnarfirði og var hann fluttur á slysadeild en hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins. Að sögn lögreglunnar er rannsókn málsins á viðkvæmu stigi en þrír hafa verið handteknir í tenglsum við verknaðinn. Íbúi við Móabarð í Hafnarfirði vaknaði við mikil læti á fjórða tímanum í nótt. Hann heyrði öskur og læti og leit út um gluggann og sér unglinga vera að stumra yfir sautján ára dreng úr götunni sem lá í blóði sínu. Hann hringdi í neyðarlínuna og skömmu síðar kom lögregla á staðinn. Drengurinn hafði verið í unglingapartíiu ásamt þrjátíu öðrum þegar bíll kom keyrandi upp að húsinu. Drengurinn sem stunginn var hafði þá hlaupið út með hafnarboltakylfu og mölvað rúðu í bílnum. Upp úr því urðu handalögmál sem leiddu til þess að drengurinn var stunginn. Íbúðinn sem fréttastofa ræddi við sagði unglingana hafa verið í háfgerðu taugaáfalli sem og þá íbúa sem komu að. Árásarmaðurinn var farinn af staðnum þegar lögregla kom. Lögreglan í Hafnarirði sendi frá sér tilkynningu vegna málsins sem hljóðar svo: „Lögreglan í Hafnarfirði rannsakar nú alvarlegt líkamsárásarmál sem átti sér stað í Hafnarfirði sl. nótt. Það var kl. 03:00 að lögreglu var tilkynnt að maður hefði verið stunginn og að annar hefði orðið fyrir bifreið í suðurbæ Hafnarfjarðar. Þegar lögregla og sjúkraflutningsmenn komu á staðinn var þar fyrir allmargt manna en meintir árásarmenn voru farnir af staðnum í bifreið. Þeir sem slösuðust voru fluttir á slysadeild. Sá sem stunginn var hafði misst mikið blóð en er nú að sögn lækna úr lífshættu og sá sem fyrir bifeiðinni varð mun ekki vera alvarlega slasaður. Nokkru síðar handtóku lögreglumenn þrjá aðila í bifreið á Kaldárselsvegi og eru þeir grunaðir um verknaðinn. Aðilarnir sem að málinu koma eru á aldrinum 16 til 19 ára. Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki hægt að gefa frekari upplýsingar að svo komnu."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira