Innlent

Samfylkingin bætir við sig fylgi í Hafnarfirði

MYND/Stefán

Samfylkingin bætir við sig sjöunda manni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýrri könnun Gallups á fylgi flokka í bæjarfélaginu. Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Samkvæmt könnuninni hefur Samfylkingin 54,6 prósenta fylgi í bænum en fékk 50,4 prósent í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fær 35 prósent, Vinstri - grænir 6,4 og Framsóknarflokkurinn 3,9 prósent. Ef þetta verða úrslit kosninga eftir tvær vikur fær Samfylkingin sem fyrr segir sjö menn í bæjarstjórn en Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni og fær fjóra. Aðrir flokkar ná ekki inn manni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×