Margt að varast í kosningum 27. maí 2006 12:00 Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum.Það getur oft verið flókið mál að kjósa. Ekki er nóg að gera upp hug sinn og ákveða hvað á kjósa heldur þarf að hafa hinar ýmsu reglur í huga þegar í kjörklefann er komið. Þannig getur það varðað sekt ef kjósandi sýnir af ásettu ráði hvernig hann kýs -eða hefur kosið. Það er einnig hægt að fá sekt fyrir það að njósna um hvernig kjósandi kýs og ef kjósandi gerir sér upp sjónleysi eða önnur forföll til fá aðstoð við kosningu má hann eiga von á sekt.Sá sem torveldar öðrum að fara á kjörstað og kjósa getur átt von á höfði sér sekt eða jafnvel þyngri refsingu. Það sama á við um það að hóta kjósanda til að reyna að hafa áhrif á atkvæði hans eða að reyna að borga honum fyrir að kjósa eitthvað ákveðið. Ef einhver þiggur fé eða aðra umbun fyrir að kjósa ákveðið framboð gerist sá hinn sami sekur um refsiverða hegðun.Allt að fjögurra ára fangelsisvist liggur við því að beita einhvern ofbeldi eða hótunum til að meina honum að greiða atkvæði eða til að neyða hann að greiða atkvæði á annan hátt en hann vill. Það sama á við um það að rugla úrslit talningar atkvæða.Þegar merkt er við á atkvæðaseðlinum er líka ýmislegt sem gott er að hafa í huga. Flestir hafa það á hreinu að aðeins má merkja við einn lista. Fleiri hafa þó virst flaska á þeirri reglu að aðeins má strika frambjóðendur út á þeim lista sem kjósandi merkir við og kýs -og ekki má strika alla út af listanum - að minnsta kosti einn þarf að vera eftir til að eiga ekki á hættu að atkvæðið verði ógilt. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum.Það getur oft verið flókið mál að kjósa. Ekki er nóg að gera upp hug sinn og ákveða hvað á kjósa heldur þarf að hafa hinar ýmsu reglur í huga þegar í kjörklefann er komið. Þannig getur það varðað sekt ef kjósandi sýnir af ásettu ráði hvernig hann kýs -eða hefur kosið. Það er einnig hægt að fá sekt fyrir það að njósna um hvernig kjósandi kýs og ef kjósandi gerir sér upp sjónleysi eða önnur forföll til fá aðstoð við kosningu má hann eiga von á sekt.Sá sem torveldar öðrum að fara á kjörstað og kjósa getur átt von á höfði sér sekt eða jafnvel þyngri refsingu. Það sama á við um það að hóta kjósanda til að reyna að hafa áhrif á atkvæði hans eða að reyna að borga honum fyrir að kjósa eitthvað ákveðið. Ef einhver þiggur fé eða aðra umbun fyrir að kjósa ákveðið framboð gerist sá hinn sami sekur um refsiverða hegðun.Allt að fjögurra ára fangelsisvist liggur við því að beita einhvern ofbeldi eða hótunum til að meina honum að greiða atkvæði eða til að neyða hann að greiða atkvæði á annan hátt en hann vill. Það sama á við um það að rugla úrslit talningar atkvæða.Þegar merkt er við á atkvæðaseðlinum er líka ýmislegt sem gott er að hafa í huga. Flestir hafa það á hreinu að aðeins má merkja við einn lista. Fleiri hafa þó virst flaska á þeirri reglu að aðeins má strika frambjóðendur út á þeim lista sem kjósandi merkir við og kýs -og ekki má strika alla út af listanum - að minnsta kosti einn þarf að vera eftir til að eiga ekki á hættu að atkvæðið verði ógilt.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira