Innlent

Jónas Garðars­son segir af sér sem for­maður Sjó­manna­fé­lags Reykja­víkur

MYND/Gunnar V. Andrésson

Tilkynning hefur borist frá Jónasi Garðarssyni, formanni Sjómannafélags Reykjavíkur og stjórnarmanni í Sjómannasambandi Íslands, um að hann muni draga sig út úr öllum trúnaðarstörfum fyrir SR og SÍ. Ástæðuna segir hann vera að koma í veg fyrir að persónuleg mál hans í kjölfar sjóslyssins þann 10. september síðastliðinn trufli hagsmunabaráttu sjómanna. Jónas var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni, en sannað þótti að hann hefði verið ölvaður undir stýri þegar bátinn steytti á skeri undan Viðey, með þeim afleiðingum að karl og kona létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×