Innlent

Ekki nógu vel staðið að björguninni

Frá leitinni.
Frá leitinni. Vísir/GVA

Formaður rannsóknarnefndar sjóslysa segir ekki nægilega vel hafa verið staðið að björgunaraðgerðum á Viðeyjarsundi í september, þegar   skemmtibáturinn Harpa fórst með þeim afleiðingum að tveir létust. Hann segir brýnt að samræma fjarskiptabúnað leitar-, björgunar- og stjórnunaraðila.

Í skýrslu Rannsóknarnefnd sjóslysa sem gerð var vegna slyssins sem varð þegar skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri í september kemur fram margt sem betur má fara við björgunaraðgerðir.

Sá sem svaraði fyrsta símtali frá skipverjum hjá Neyðarlínunni virðist ekki hafa veitt því athygli að staðsetning bátsins kom fram. En sá sem hringdi sagði bátinn vera skammt frá heimili Hrafns Gunnlaugssonar sem er við Laugarnestanga. Ingi segir viðtakandanna hafa lagt meiri áherslu að ölvun væri um borð og því að ná tali af skipstjóranum. Þá virðast upplýsingar um staðsetningu út frá gsm síma ekki hafa komist til björgunarmanna sem skildi.

Hann segir að áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar hefði átt að kalla út mun fyrr en útkall hennar var um fjörtíu mínútum eftir slysið. Þá segir hann samhæfingu þeirra sem stóðu að björguninni ekki hafa verið sem skildi og ekki hafi legið fyrir hverjir hafi stjórnað björgunaðgerðum og það þurfi að laga.

Í skýrslunni kemur fram að skipstjóra björgunarbáts var ráðlagt að hringja sjálfur í lögreglu af starfsmanni neyðarlínunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×