Þykja hafa unnið töluvert afrek við slökkvistarf 12. júní 2006 22:48 Frá Fljótsdal. MYND/Vilhelm Slökkviliðsmenn á Héraði þykja hafa unnið töluvert afrek í kvöld þegar þeir slökktu eld sem kviknað hafði í fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er.Það var um klukkan 16.45 sem Brunavarnir á Héraði fengu tilkynningu um eldinn og samkvæmt fyrstu fréttum voru fjórir menn fastir inn í göngunum. Allt tiltækt lið á Héraði var sent á staðinn, alls 15 menn.Baldur Árnason, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Héraði, segir að þegar menn hafi komið á staðinn hafi komið í ljós að eldurinn logaði í rúmlega 230 metra hæð í fallgöngunum þannig að þetta hafi ekki litið vel út. Þrír reykkafarar hafi verið sendir upp, þar af einn sem var mjög kunnugur göngunum og öllum aðferðum til að fara upp þau. Það hafi ráðið úrslitum um það að þessir þrír menn hafi náð að slökkva eldinn á efsta palli.Að sögn Baldurs var allverulegur eldur í göngunum á meðan hann brann en þar logaði meðal annars í suðuvélum sem notaðar eru til að sjóða saman stálrör í fallgöngunum. Sem betur fer hafi tekist að rýma allt svæðið. Það hafi ekki aðeins þurft að rýma göngin heldur einnig aðgöng að fallgöngunum og göngin þar sem risabor eitt sé.Bæði starfsmenn og slökkviliðsmenn sluppu ómeiddir. Aðspurður segir Baldur það töluvert afrek hjá reykköfurunum að slökkva eldinn við erfiðar aðstæður í 230 metra hæð. Menn séu ekki þjálfaðir þráðbeint til að fara í svona mál en hann telji að mennirnir hafi staðið sig ótrúlega vel.Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en rannsókn þarf til að staðfesta það. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið tjónið var í eldinum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Slökkviliðsmenn á Héraði þykja hafa unnið töluvert afrek í kvöld þegar þeir slökktu eld sem kviknað hafði í fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er.Það var um klukkan 16.45 sem Brunavarnir á Héraði fengu tilkynningu um eldinn og samkvæmt fyrstu fréttum voru fjórir menn fastir inn í göngunum. Allt tiltækt lið á Héraði var sent á staðinn, alls 15 menn.Baldur Árnason, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Héraði, segir að þegar menn hafi komið á staðinn hafi komið í ljós að eldurinn logaði í rúmlega 230 metra hæð í fallgöngunum þannig að þetta hafi ekki litið vel út. Þrír reykkafarar hafi verið sendir upp, þar af einn sem var mjög kunnugur göngunum og öllum aðferðum til að fara upp þau. Það hafi ráðið úrslitum um það að þessir þrír menn hafi náð að slökkva eldinn á efsta palli.Að sögn Baldurs var allverulegur eldur í göngunum á meðan hann brann en þar logaði meðal annars í suðuvélum sem notaðar eru til að sjóða saman stálrör í fallgöngunum. Sem betur fer hafi tekist að rýma allt svæðið. Það hafi ekki aðeins þurft að rýma göngin heldur einnig aðgöng að fallgöngunum og göngin þar sem risabor eitt sé.Bæði starfsmenn og slökkviliðsmenn sluppu ómeiddir. Aðspurður segir Baldur það töluvert afrek hjá reykköfurunum að slökkva eldinn við erfiðar aðstæður í 230 metra hæð. Menn séu ekki þjálfaðir þráðbeint til að fara í svona mál en hann telji að mennirnir hafi staðið sig ótrúlega vel.Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en rannsókn þarf til að staðfesta það. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið tjónið var í eldinum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira