Gengi hlutabréfa hækkaði um 6,9 prósent á mörkuðum á Indlandi í dag og er það methækkun hlutabréfa á einum degi. Gengi bréfanna hafði lækkað mikið síðastliðna þrjá daga og því var hækkuninni tekið fagnandi, að sögn sérfræðinga.
Sensex-hlutabréfavísitalan fór hæst í 12.612 stig í upphafi síðasta mánaðar en lækkuðu snarlega eftir 10. maí og stendur gengið nú í 9.545,06 stigum.
Sérfræðingar segjast ekki sjá fyrir endann á sveiflum á indverska hlutabréfamarkaðnum fyrr en upplýsingar um hagvöxt liggja fyrir og óvissu verði eytt um yfirvofandi stýrivaxtahækkanir í Bandaríkjunum.