Vildi taka við enska landsliðinu 22. júní 2006 19:22 Luiz Felipe Scolari vildi gjarnan taka við enska landsliðinu NordicPhotos/GettyImages Luiz Felipe Scolari, þjálfari portúgalska landsliðsins, hefur gefið það út að hann hafi haft mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu á sínum tíma, en það hafi í raun verið smáatriði sem gerðu honum ókleift að þiggja starfið. Enskir fjölmiðlar voru búnir að slá því föstu fyrir nokkrum vikum að Scolari yrði næsti landsliðsþjálfari Englendinga, en ekkert varð af því og Scolari gaf helst þá skýringu að sér hefði ofboðið ágangur fjölmiðla. Hann hefur nú gefið fulla skýringu á ákvörðun sinni að hætta við að taka við starfinu. "Það voru öðru fremur tvö atriði sem komu í veg fyrir að ég tæki við starfinu. Í fyrsta lagi vildu Englendingar kynna nýja þjálfarann áður en HM hæfist og við því gat ég ekki orðið. Þá vildi ég líka fá að ráða því hvaða menn yrðu mér til aðstoðar og okkur gekk illa að komast að málamiðlun í þeim efnum. Viðræðurnar gengu vel, en ég var skuldbundinn Portúgal og gat því ekki uppfyllt skilyrði enska knattspyrnusambandsins," sagði Scolari. "Það er auðvitað draumur allra þjálfara að taka við enska landsliðinu, en ég var því miður ekki í aðstöðu til að fá tækifæri til þess nú. Það má vel vera að evrópskur þjálfari hefði geta það, en ég er frá Brasilíu og ég hefði ekki geta fengið mig til að stappa stálinu í mína menn á HM ef við hefðum svo kannski mætt Englendingum í keppninni," sagði Scolari, sem útilokar alls ekki að taka við enska liðinu í framtíðinni. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Luiz Felipe Scolari, þjálfari portúgalska landsliðsins, hefur gefið það út að hann hafi haft mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu á sínum tíma, en það hafi í raun verið smáatriði sem gerðu honum ókleift að þiggja starfið. Enskir fjölmiðlar voru búnir að slá því föstu fyrir nokkrum vikum að Scolari yrði næsti landsliðsþjálfari Englendinga, en ekkert varð af því og Scolari gaf helst þá skýringu að sér hefði ofboðið ágangur fjölmiðla. Hann hefur nú gefið fulla skýringu á ákvörðun sinni að hætta við að taka við starfinu. "Það voru öðru fremur tvö atriði sem komu í veg fyrir að ég tæki við starfinu. Í fyrsta lagi vildu Englendingar kynna nýja þjálfarann áður en HM hæfist og við því gat ég ekki orðið. Þá vildi ég líka fá að ráða því hvaða menn yrðu mér til aðstoðar og okkur gekk illa að komast að málamiðlun í þeim efnum. Viðræðurnar gengu vel, en ég var skuldbundinn Portúgal og gat því ekki uppfyllt skilyrði enska knattspyrnusambandsins," sagði Scolari. "Það er auðvitað draumur allra þjálfara að taka við enska landsliðinu, en ég var því miður ekki í aðstöðu til að fá tækifæri til þess nú. Það má vel vera að evrópskur þjálfari hefði geta það, en ég er frá Brasilíu og ég hefði ekki geta fengið mig til að stappa stálinu í mína menn á HM ef við hefðum svo kannski mætt Englendingum í keppninni," sagði Scolari, sem útilokar alls ekki að taka við enska liðinu í framtíðinni.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira