Airbus hækkar verðið 23. júní 2006 10:51 Módel af A380 risaþotu frá Airbus. Flugvélarnar eru þær stærstu í heimi. Mynd/AFP Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. Thierry Breton, fjármálaráðherra Frakklands, hefur m.a. fundað með æðstu stjórnendum móðurfélagsins og er búist við að hann greini frá breytingum á fyrirtækinu á næstu dögum með það fyrir augum að auka traust almennings á því. Flugfélög sem pantað hafa nýju risaþoturnar frá Airbus eru orðin langþreytt á töfum á framleiðslu flugvélanna og hefur m.a. Singapore Airlines ákveðið að kaupa fremur flugvélar frá Boeing en Airbus. Að sögn þýskra fjölmiðla mun verð á Airbus A380 risaþotunum hafa hækkað um 4 prósent, eða úr 235,4 milljónum evra, jafnvirði 22,3 milljarða íslenskra króna, í 251,6 milljónir evra, sem svarar til 23,6 milljarða íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir talsmann Airbus hafa staðfest að verð á risaþotunum hafi hækkað. Hann neitaði hins vegar að gefa upp verðið. Búist er við að fyrirtækið þurfi að greiða þeim flugfélögum sem hafa pantað flugvélar hjá Airbus skaðabætur vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu vélanna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. Thierry Breton, fjármálaráðherra Frakklands, hefur m.a. fundað með æðstu stjórnendum móðurfélagsins og er búist við að hann greini frá breytingum á fyrirtækinu á næstu dögum með það fyrir augum að auka traust almennings á því. Flugfélög sem pantað hafa nýju risaþoturnar frá Airbus eru orðin langþreytt á töfum á framleiðslu flugvélanna og hefur m.a. Singapore Airlines ákveðið að kaupa fremur flugvélar frá Boeing en Airbus. Að sögn þýskra fjölmiðla mun verð á Airbus A380 risaþotunum hafa hækkað um 4 prósent, eða úr 235,4 milljónum evra, jafnvirði 22,3 milljarða íslenskra króna, í 251,6 milljónir evra, sem svarar til 23,6 milljarða íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir talsmann Airbus hafa staðfest að verð á risaþotunum hafi hækkað. Hann neitaði hins vegar að gefa upp verðið. Búist er við að fyrirtækið þurfi að greiða þeim flugfélögum sem hafa pantað flugvélar hjá Airbus skaðabætur vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu vélanna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira