Airbus hækkar verðið 23. júní 2006 10:51 Módel af A380 risaþotu frá Airbus. Flugvélarnar eru þær stærstu í heimi. Mynd/AFP Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. Thierry Breton, fjármálaráðherra Frakklands, hefur m.a. fundað með æðstu stjórnendum móðurfélagsins og er búist við að hann greini frá breytingum á fyrirtækinu á næstu dögum með það fyrir augum að auka traust almennings á því. Flugfélög sem pantað hafa nýju risaþoturnar frá Airbus eru orðin langþreytt á töfum á framleiðslu flugvélanna og hefur m.a. Singapore Airlines ákveðið að kaupa fremur flugvélar frá Boeing en Airbus. Að sögn þýskra fjölmiðla mun verð á Airbus A380 risaþotunum hafa hækkað um 4 prósent, eða úr 235,4 milljónum evra, jafnvirði 22,3 milljarða íslenskra króna, í 251,6 milljónir evra, sem svarar til 23,6 milljarða íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir talsmann Airbus hafa staðfest að verð á risaþotunum hafi hækkað. Hann neitaði hins vegar að gefa upp verðið. Búist er við að fyrirtækið þurfi að greiða þeim flugfélögum sem hafa pantað flugvélar hjá Airbus skaðabætur vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu vélanna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. Thierry Breton, fjármálaráðherra Frakklands, hefur m.a. fundað með æðstu stjórnendum móðurfélagsins og er búist við að hann greini frá breytingum á fyrirtækinu á næstu dögum með það fyrir augum að auka traust almennings á því. Flugfélög sem pantað hafa nýju risaþoturnar frá Airbus eru orðin langþreytt á töfum á framleiðslu flugvélanna og hefur m.a. Singapore Airlines ákveðið að kaupa fremur flugvélar frá Boeing en Airbus. Að sögn þýskra fjölmiðla mun verð á Airbus A380 risaþotunum hafa hækkað um 4 prósent, eða úr 235,4 milljónum evra, jafnvirði 22,3 milljarða íslenskra króna, í 251,6 milljónir evra, sem svarar til 23,6 milljarða íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir talsmann Airbus hafa staðfest að verð á risaþotunum hafi hækkað. Hann neitaði hins vegar að gefa upp verðið. Búist er við að fyrirtækið þurfi að greiða þeim flugfélögum sem hafa pantað flugvélar hjá Airbus skaðabætur vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu vélanna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira