Ecclestone hraunar yfir Bandaríkjamenn 23. júní 2006 15:05 Bernie Ecclestone vandar Bandaríkjamönnunum ekki kveðjurnar NordicPhotos/GettyImages Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur nú kastað olíu á eldinn þegar kemur að keppnishaldi í Bandaríkjunum á heimsmeistaramótinu í Formúlu 1. Hin árlega keppni þar í landi fer fram 2. júlí, en það er síðasta keppnin þar í landi á gildandi samningi og miklar umræður hafa verið um að hún gæti orðið sú síðasta. Flestum er í fersku minni hvernig keppnin þar í landi fór í fyrra, þegar aðeins sex bílar tóku þátt eftir að restin neitaði að ræsa af öryggisástæðum. Bandarískir áhorfendur urðu æfir í kjölfarið, heimtuðu að fá miða sína endurgreidda og sóru þess eið að stíga aldrei fæti inn á Indianapolis-brautina. Nú hefur Bernie Ecclestone varpað sprengju á Kanann og segir að aðstandendur keppninnar þar í landi eigi ekki von á neinum greiðum frá sér þegar kemur að því að endurnýja samningana í sumar. "Það skiptir Formúlu 1 engu máli hvort keppt er í Bandaríkjunum eður ei og því ætlum við ekki að gera þeim neina greiða. Hvað fáum við svosem frá Ameríku? Gremju, það er allt og sumt. Ef maður bíður góðann daginn á vitlausum tíma í Bandaríkjunum - fær maður lögsókn í hausinn. Við fáum enga styrktaraðila þarna, fáum ekkert út úr sjónvarpsréttinum - og þegar allt kemur til alls, erum við með fleiri áhorfendur á Möltu en nokkurn tímann í Bandaríkjunum," sagði Ecclestone og skóf ekki af svörum sínum."Ef Bandaríkjamenn vilja hinsvegar halda áfram að halda kappaksturinn þar í landi, er ég meira en fús til að ræða við þá og mun líka gera það næst þegar ég fer þangað. Ég hef átt ágætis samstarf við forráðamenn Indianapolis og ég er því viss um að við munum eiga góða fundi þar þegar að því kemur." Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur nú kastað olíu á eldinn þegar kemur að keppnishaldi í Bandaríkjunum á heimsmeistaramótinu í Formúlu 1. Hin árlega keppni þar í landi fer fram 2. júlí, en það er síðasta keppnin þar í landi á gildandi samningi og miklar umræður hafa verið um að hún gæti orðið sú síðasta. Flestum er í fersku minni hvernig keppnin þar í landi fór í fyrra, þegar aðeins sex bílar tóku þátt eftir að restin neitaði að ræsa af öryggisástæðum. Bandarískir áhorfendur urðu æfir í kjölfarið, heimtuðu að fá miða sína endurgreidda og sóru þess eið að stíga aldrei fæti inn á Indianapolis-brautina. Nú hefur Bernie Ecclestone varpað sprengju á Kanann og segir að aðstandendur keppninnar þar í landi eigi ekki von á neinum greiðum frá sér þegar kemur að því að endurnýja samningana í sumar. "Það skiptir Formúlu 1 engu máli hvort keppt er í Bandaríkjunum eður ei og því ætlum við ekki að gera þeim neina greiða. Hvað fáum við svosem frá Ameríku? Gremju, það er allt og sumt. Ef maður bíður góðann daginn á vitlausum tíma í Bandaríkjunum - fær maður lögsókn í hausinn. Við fáum enga styrktaraðila þarna, fáum ekkert út úr sjónvarpsréttinum - og þegar allt kemur til alls, erum við með fleiri áhorfendur á Möltu en nokkurn tímann í Bandaríkjunum," sagði Ecclestone og skóf ekki af svörum sínum."Ef Bandaríkjamenn vilja hinsvegar halda áfram að halda kappaksturinn þar í landi, er ég meira en fús til að ræða við þá og mun líka gera það næst þegar ég fer þangað. Ég hef átt ágætis samstarf við forráðamenn Indianapolis og ég er því viss um að við munum eiga góða fundi þar þegar að því kemur."
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira