Sport

Forsetaframbjóðendur spara ekki yfirlýsingarnar

Lorenzo Sanz segist muni landa Michael Carrick strax á mánudag ef hann nær kjöri á sunnudaginn
Lorenzo Sanz segist muni landa Michael Carrick strax á mánudag ef hann nær kjöri á sunnudaginn NordicPhotos/GettyImages

Lorenzo Sanz, einn forsetaframbjóðendanna hjá Real Madrid, fullyrðir að hann sé búinn að ná samkomulagi við fjölda sterkra leikmanna um að ganga til liðs við félagið ef hann verður kjörinn forseti. Hann fullyrðir að ef hann nái kjöri, muni hann fá menn á borð við enska landsliðsmanninn Michael Carrick, Gianluca Zambrotta frá Ítalíu og Brasilíumanninn Emerson svo einhverjir séu nefndir.

"Við erum búnir að ná samkomulagi við fjölda leikmanna og við munum segja af okkur strax á mánudaginn ef við náum ekki að landa þessum mönnum á mánudaginn," sagði Sanz á blaðamannafundi í dag, en kosningarnar eru á sunnudaginn. Það er hreint með ólíkindum hvað frambjóðendurnir hafa látið út úr sér í kosningabaráttunni og virðast yfirlýsingum þeirra og loforðum engin takmörk sett.

Forráðamenn Tottenham hafa til að mynda gefið það út fyrir stuttu að Michael Carrick sé alls ekki til sölu og sömu sögu er að segja af Chelsea og Manchester United, þegar nöfn þeirra Arjen Robben og Cristiano Ronaldo komu upp á yfirborðið af svipuðu tilefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×