Innlent

Telja að hætta beri við Norðlingaölduveitu

MYND/E.Ól
Þingflokkur Samfylkingarinnar telur að hætta beri við Norðlingaölduveitu í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um framkvæmdina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Þar er því fagnað að Landsvirkjun hyggist una niðurstöðu héraðsdóms og nýlegum yfirlýsingum landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.

Þá minnir þingflokkurinnurinn á þingsályktunartillögu sem fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna í umhverfisnefnd fluttu í vetur um stækkun friðlandsins ásamt Kristni H. Gunnarssyni. Einboðið sé að fella heimild til Norðlingaölduveitu úr raforkuveralögum strax og þing kemur saman í haust með því að samþykkja lagafrumvarp sem þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ögmundur Jónasson og Guðjón Arnar Kristjánsson fluttu á síðasta þingi þess efnis. Allar líkur bendi til að góður þingmeirihluti hafi nú skapast fyrir samþykkt þessara þingmála um Þjórsárver.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×