Innlent

Hægt að skoða gögn óháð stað og stund

Og Vodafone hefur hafið sölu á Nokia farsímum sem búa yfir BlackBerry lausn (BlackBerry Connect) sem gerir farsímanotendum mögulegt að fá tölvupóst, dagbókina, tengiliðalista og aðrar upplýsingar beint í símtækið. Um er að ræða lausn sem virkar fyrir ákveðnar gerðir Nokia farsíma og farsíma með Microsoft stýrikerfi.

"Þessi lausn er kærkomin fyrir farsímanotendur sem eru mikið á ferðinni í vinnutíma en vilja eiga kost á því að fá tölvupóst og upplýsingar beint í símtækið með sama hætti og nettengdir fartölvunotendur," segir Gísli Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Og Vodafone. Hann segir að BlackBerry lausnin sé ein fremsta þráðlausa samskiptalausnin á fjarskiptamarkaði í dag því notendur geti fengið upplýsingar og gögn í rauntíma án tafa.



Sparar tíma í vinnu

BlackBerry tæknin hefur slegið í gegn hjá viðskiptavinum Og Vodafone enda býr hún yfir áður óþekktum möguleika; hún eykur skilvirkni og sparar tíma eins og rannsóknir hafa sýnt.

"Notendur BlackBerry eru sammála því að einn meginkostur tækninnar sé sá hversu mikinn tíma hún spari þeim í vinnu því þeir geta tekið á móti, svarað og skoðað tölvupóst og viðhengi óháð stað og stund," segir Gísli.

"Það kemur því ekki á óvart hve útbreidd og vinsæl tæknin er hjá starfsfólki fyrirtækja. Nú þegar eru um nokkrar milljónir sem nota BlackBerry en gera má ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga ört."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×