Forráðamenn Renault-liðsins í formúlu 1 segja það ekkert leyndarmál að þeir hafi mikinn áhuga á að fá finnska ökuþórinn Kimi Raikkönen til liðs við sig á næsta keppnistímabili þegar heimsmeistarinn Fernando Alonso gengur í raðir McLaren.
Raikkönen ekur sem stendur fyrir McLaren, en hefur verið orðaður við Ferrari þegar samningur hans við McLaren rennur út í lok yfirstandandi tímabils. Stjóri Renault segir liðið þegar vera í viðræðum við Raikkönen og að þar á bæ sé það álitið forgangsatriði að reyna að landa samningi við Finnan unga. Ef svo fer sem horfir gætu þeir Alonso og Raikkönen því skipt um lið á næsta tímabili.