
Fótbolti
Casiraghi og Zola ráðnir þjálfarar

Ítalska knattspyrnusambandið hefur ráðið gömlu kempurnar Pierluigi Casiraghi og Gianfranco Zola til starfa sem þjálfara U21 árs landsliðsins. Casiraghi lék síðast með liði Chelsea, en þurfti að hætta vegna meiðsla. Zola lagði skóna á hilluna í fyrra eftir glæsilegan feril þar sem hann lék einnig lengi með Chelsea.