Mikil mengun vegna slyssins 25. júlí 2006 12:00 Ökumaður bílsins var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Hann er þó ekki talinn vera alvarlega slasaður. Mynd/GVA Lögreglan á Húsavík og Akureyri lokaði margra ferkílómetra svæði af í Ljósavatnsskarði laust fyrir klukkan níu í morgun vegna sprengihættu, sem skapaðist eftir að fulllestaður bensínflutningabíll valt á þjóðveginum og þúsundir lítra af bensíni runnu úr geymum hans. Bíllinn var að koma frá olíubirgðastöð Olíudreifingar á Akureyri með 20 þúsund lítra af bensíni á tanknum og tíu þúsund lítra í tanki tengisvagns, þegar hann valt á veginum við Stórutjarnir í Ljósvatnsskarði, laust fyrir klukkan níu í morgun. Grétar Mar Steinarsson, forstöðumaður dreifingarsviðs Olíudreifingar, segir ekki liggja ljóst fyrir hvað gerðsit, en sennilega hafi bensínflutningabíllinn verið að mæta öðrum bíl þegar hann valt. Bílstjórinn er ekki talinn alvarlega slasaður, en hann er töluvert lemstraður eftir veltuna, og var hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Í tilkynningu frá Olíudreifingu segir að verulegt magn af bensíni hafi lekið úr tengivagninum en minna úr tanki bílsins. Tuttugu þúsund lítrar voru í tanki bílsins en tíu þúsund lítrar í tengivagninum. Bíllinn liggur á hliðinni á veginum og lokar honum en tengivagninn er utan vegar. Lögregla frá Húsavík og Akureyri ásamt slökkviliði frá Akureyri og úr Þingeyjarsveit eru á vettvangi til að koma í veg fyrir eldsvoða. Bíllinn er þversum á veginum en engin hjáleið er framhjá vettvangi. Talsmenn lögreglu telja að hægt verði að opna veginn um klukkan tvö, en töluverð röð bíla myndaðist vestan meginn slysstaðarins í morgun. Olíudreifing hefur sent dælur og annan nauðsynlegan búnað frá Reykjavík og Akureyri á slysstað til að dæla bensíni af tönkum bílsins og úr umhverfinu. Ljóst er að töluverð mengun hefur orðið vegna slyssins. Fréttir Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Lögreglan á Húsavík og Akureyri lokaði margra ferkílómetra svæði af í Ljósavatnsskarði laust fyrir klukkan níu í morgun vegna sprengihættu, sem skapaðist eftir að fulllestaður bensínflutningabíll valt á þjóðveginum og þúsundir lítra af bensíni runnu úr geymum hans. Bíllinn var að koma frá olíubirgðastöð Olíudreifingar á Akureyri með 20 þúsund lítra af bensíni á tanknum og tíu þúsund lítra í tanki tengisvagns, þegar hann valt á veginum við Stórutjarnir í Ljósvatnsskarði, laust fyrir klukkan níu í morgun. Grétar Mar Steinarsson, forstöðumaður dreifingarsviðs Olíudreifingar, segir ekki liggja ljóst fyrir hvað gerðsit, en sennilega hafi bensínflutningabíllinn verið að mæta öðrum bíl þegar hann valt. Bílstjórinn er ekki talinn alvarlega slasaður, en hann er töluvert lemstraður eftir veltuna, og var hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Í tilkynningu frá Olíudreifingu segir að verulegt magn af bensíni hafi lekið úr tengivagninum en minna úr tanki bílsins. Tuttugu þúsund lítrar voru í tanki bílsins en tíu þúsund lítrar í tengivagninum. Bíllinn liggur á hliðinni á veginum og lokar honum en tengivagninn er utan vegar. Lögregla frá Húsavík og Akureyri ásamt slökkviliði frá Akureyri og úr Þingeyjarsveit eru á vettvangi til að koma í veg fyrir eldsvoða. Bíllinn er þversum á veginum en engin hjáleið er framhjá vettvangi. Talsmenn lögreglu telja að hægt verði að opna veginn um klukkan tvö, en töluverð röð bíla myndaðist vestan meginn slysstaðarins í morgun. Olíudreifing hefur sent dælur og annan nauðsynlegan búnað frá Reykjavík og Akureyri á slysstað til að dæla bensíni af tönkum bílsins og úr umhverfinu. Ljóst er að töluverð mengun hefur orðið vegna slyssins.
Fréttir Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira