Sex hundruð látnir í Líbanon 27. júlí 2006 19:05 Ísraelska ríkisstjórnin túlkar niðurstöðu ráðstefnunnar um stríðið í Líbanon, sem fram fór í Róm í gær, sem samþykki alþjóðasamfélagsins fyrir áframhaldandi hernaði. Líbönsk yfirvöld telja að sex hundruð manns liggi í valnum eftir árásirnar. Ekkert samkomulag náðist á fundi utanríkisráðherra heims í Róm í gær um að knýja Ísraela og skæruliða Hizbollah til að slíðra sverðin og eftir að fjórir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna dóu í fyrrakvöld í loftárás Ísraela á Suður-Líbanon ákváðu Ástralir að kalla sína gæsluliða heim. Þessi öfugþróun hefur reynst vatn á myllu Ísraela því í dag lýsti dómsmálaráðherra landsins, Haim Ramon, því yfir að ekki væri hægt að túlka hana öðruvísi en að alþjóðasamfélagið væri að gefa Ísraelum grænt ljós á áframhaldandi hernað. Þeir stóðu ekki við orðin tóm því átökin fyrir botni Miðjarðarhafs héldu áfram í dag sem aldrei fyrr. Enn einn daginn rigndi sprengjum yfir borgina Týrus í Líbanon og Hizbollah skutu fleiri eldflaugum á Ísrael en nokkru sinni fyrr. Ein hafnaði á efnaverksmiðu í bænum Kiryat Shmona. Sem fyrr eru hundruð þúsunda Líbana á flótta og örvænting þessa fólks er orðin mikil. "Is this acceptable that Israel kills, slaughter, destroy and displace people and not listening to any one?" Mohammad Khalifeh, heilbrigðisráðherra Líbanons, sagði í dag mannfall óbreyttra borgara væri mun meira en áður væri talið því enn væru svo margir grafnir undir rústum. Hann hélt að ekki færri en sex hundruð hefðu týnt lífi í árásum síðustu tveggja vikna. Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira
Ísraelska ríkisstjórnin túlkar niðurstöðu ráðstefnunnar um stríðið í Líbanon, sem fram fór í Róm í gær, sem samþykki alþjóðasamfélagsins fyrir áframhaldandi hernaði. Líbönsk yfirvöld telja að sex hundruð manns liggi í valnum eftir árásirnar. Ekkert samkomulag náðist á fundi utanríkisráðherra heims í Róm í gær um að knýja Ísraela og skæruliða Hizbollah til að slíðra sverðin og eftir að fjórir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna dóu í fyrrakvöld í loftárás Ísraela á Suður-Líbanon ákváðu Ástralir að kalla sína gæsluliða heim. Þessi öfugþróun hefur reynst vatn á myllu Ísraela því í dag lýsti dómsmálaráðherra landsins, Haim Ramon, því yfir að ekki væri hægt að túlka hana öðruvísi en að alþjóðasamfélagið væri að gefa Ísraelum grænt ljós á áframhaldandi hernað. Þeir stóðu ekki við orðin tóm því átökin fyrir botni Miðjarðarhafs héldu áfram í dag sem aldrei fyrr. Enn einn daginn rigndi sprengjum yfir borgina Týrus í Líbanon og Hizbollah skutu fleiri eldflaugum á Ísrael en nokkru sinni fyrr. Ein hafnaði á efnaverksmiðu í bænum Kiryat Shmona. Sem fyrr eru hundruð þúsunda Líbana á flótta og örvænting þessa fólks er orðin mikil. "Is this acceptable that Israel kills, slaughter, destroy and displace people and not listening to any one?" Mohammad Khalifeh, heilbrigðisráðherra Líbanons, sagði í dag mannfall óbreyttra borgara væri mun meira en áður væri talið því enn væru svo margir grafnir undir rústum. Hann hélt að ekki færri en sex hundruð hefðu týnt lífi í árásum síðustu tveggja vikna.
Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira