Schumacher þénar sem aldrei fyrr 16. ágúst 2006 16:54 Michael Schumacher rakar inn peningum þó sigrunum fækki á kappakstursbrautinni NordicPhotos/GettyImages Þó þýski ökuþórinn Michael Schumacher hafi oft verið í betri málum á kappakstursbrautinni virðist hann enn halda góðum dampi hvað varðar tekjur. Schumacher tekur gott stökk á lista tekjuhæsta fólks úr röðum skemmtikrafta og íþróttamanna á nýútkomnum lista Forbes. Forbes setur Schumacher inn á topp 20 yfir tekjuhæsta "fræga fólkið" í heiminum í ár. Kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg er langhæstur á þessum lista með yfir 330 milljónir dollara í tekjur á árinu. Schumacher er sagður hafa rakað inn um 60 milljónir dollara sem kemur honum í 15. sæti listans. Á listanum yfir "áhrifamesta fólkið" er Schumacher aðeins í 30. sæti, en nær þó 6. sæti þess lista ef aðeins er litið til íþróttamanna - á eftir fólki eins og Muhammed Ali, Tiger Woods og Michael Jordan. Athygli vekur að Michael Schumacher er tekjuhæsti íþróttamaður heims sem ekki hefur íþróttavöruframleiðandann Nike sem styrktaraðila. Ekki er langt síðan bandaríska blaðið Sports Illustrated birti svipaðan lista, en þar voru tekjur Schumacher sagðar mun hærri, eða um 80 milljónir dollara. Þar toppaði þýski ökuþórinn fólk á borð við Ronaldinho, Mariu Sharapovu og David Beckham - á meðan Tiger Woods var langefstur bandarískra íþróttamanna með rétt tæpar 100 milljónir dollara í tekjur. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þó þýski ökuþórinn Michael Schumacher hafi oft verið í betri málum á kappakstursbrautinni virðist hann enn halda góðum dampi hvað varðar tekjur. Schumacher tekur gott stökk á lista tekjuhæsta fólks úr röðum skemmtikrafta og íþróttamanna á nýútkomnum lista Forbes. Forbes setur Schumacher inn á topp 20 yfir tekjuhæsta "fræga fólkið" í heiminum í ár. Kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg er langhæstur á þessum lista með yfir 330 milljónir dollara í tekjur á árinu. Schumacher er sagður hafa rakað inn um 60 milljónir dollara sem kemur honum í 15. sæti listans. Á listanum yfir "áhrifamesta fólkið" er Schumacher aðeins í 30. sæti, en nær þó 6. sæti þess lista ef aðeins er litið til íþróttamanna - á eftir fólki eins og Muhammed Ali, Tiger Woods og Michael Jordan. Athygli vekur að Michael Schumacher er tekjuhæsti íþróttamaður heims sem ekki hefur íþróttavöruframleiðandann Nike sem styrktaraðila. Ekki er langt síðan bandaríska blaðið Sports Illustrated birti svipaðan lista, en þar voru tekjur Schumacher sagðar mun hærri, eða um 80 milljónir dollara. Þar toppaði þýski ökuþórinn fólk á borð við Ronaldinho, Mariu Sharapovu og David Beckham - á meðan Tiger Woods var langefstur bandarískra íþróttamanna með rétt tæpar 100 milljónir dollara í tekjur.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira