Afhenti heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku 23. ágúst 2006 19:00 MYND/Hrönn Þetta var í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og fór afhendingin fram á heimsþingi sem haldi er í Flórens á Ítalíu. Á þinginu eru um 800 fulltrúar frá 107 löndum. Til verðlaunanna var stofnað að íslensku frumkvæði og var Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor þar í fararbroddi en Grímur Marínó Steindórsson, fyrrum bæjarlistamaður í Kópavogi, er höfundur verðlaunagripsins. Þeir sem sitja heimsþingið eru: vísindamenn, fjárfestar, athafnamenn, sérfræðingar, fulltrúar alþjóðastofnana og áhrifafólk í stefnumótun á sviði orkumála. Athöfnin var í Palazzo Pitti höllinni í Flórens. Heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku eru veitt því landi sem á undanförnum tveimur árum hefur náð mestum árangri við að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskap sínum. Verðlaunagripurinn sem Grímur skapaði er í formi skips með þöndu segli og sól í reiða. Táknar hann í senn sólarorku, vindorku, ölduorku, vatnsorku, jarðorku og aðra endurnýjanlega orkugjafa. Ísland er með hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku allra landa í veröldinni og því töldu stjórnendur heimsþingsins við hæfi að Ísland hefði forystu um að skapa og veita Heimsverðlaunin. Þau verða framvegis veitt á tveggja ára fresti því landi sem mest eykur hlutfall endurnýjanlegrar orku. Þau lönd sem helst komu til greina þegar verlaunin voru veitt í fyrsta sinn voru Albanía, Brasilía, Kýpur, Kyrgistan, Panama og Paraguay. Forseti Íslands tilkynnti við lok ræðu sinnar í Flórens að ákveðið hefði verið að veita Kýpur verðlaunin því árangur þess á síðastliðnum tveimur árum hefði verið ótvíræður og hlutfallsleg aukning þar mest. Orkumálastjóri Kýpur tók við verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Í ræðu sinni við athöfnina lagði forseti Íslands áherslu á þann árangur sem Ísland hefði náð á sviði endurnýjanlegrar orku en um 70% af heildarorkubúskap Íslendinga er af þeim toga sem og öll raforkuframleiðslan í landinu. Virkjun vatnsafls og jarðhita hefði gegnt lykilhlutverki í þessari þróun. Vetnisverkefnið sem Íslendingar ynnu nú að í samvinnu við Shell, Daimler Chrysler og Norsk Hydro miðaði að því að auka í framtíðinni hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngukerfi Íslendinga svo að heildarhlutfall endurnýjanlegrar orku yrði enn hærra en það er nú. Forsetinn benti einnig á að með því að þjóðir heims sameinuðust um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku yrði hægt að draga úr hættu á verulegum loftslagsbreytingum á komandi áratugum, en loftslagsbreytingar hefðu í för með sér gífurlegt efnahagslegt tjón fyrir allar þjóðir heims, náttúruhamfarir, mengun og tortímingu auðlinda í úthöfum og á meginlöndum og sköpuðu hættur á skelfilegum faröldrum sjúkdóma. Hin nýju Heimsverðlaun væru mikilvæg hvatning til stjórnvalda og þjóða víða um veröld að vinna hratt og vel að því að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar með því að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa. Á Heimsþinginu er m.a. fjallað um nýsköpun í orkumálum, rannsóknir, viðskiptatækifæri, fjármögnun og menntun auk þess sem sérstök umræða fer fram um tækninýjungar, sólarorku, vindorku, vetnisframleiðslu, breytingar í samgöngumálum og gerð mannvirkja. Þetta kemur fram í Fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og fór afhendingin fram á heimsþingi sem haldi er í Flórens á Ítalíu. Á þinginu eru um 800 fulltrúar frá 107 löndum. Til verðlaunanna var stofnað að íslensku frumkvæði og var Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor þar í fararbroddi en Grímur Marínó Steindórsson, fyrrum bæjarlistamaður í Kópavogi, er höfundur verðlaunagripsins. Þeir sem sitja heimsþingið eru: vísindamenn, fjárfestar, athafnamenn, sérfræðingar, fulltrúar alþjóðastofnana og áhrifafólk í stefnumótun á sviði orkumála. Athöfnin var í Palazzo Pitti höllinni í Flórens. Heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku eru veitt því landi sem á undanförnum tveimur árum hefur náð mestum árangri við að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskap sínum. Verðlaunagripurinn sem Grímur skapaði er í formi skips með þöndu segli og sól í reiða. Táknar hann í senn sólarorku, vindorku, ölduorku, vatnsorku, jarðorku og aðra endurnýjanlega orkugjafa. Ísland er með hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku allra landa í veröldinni og því töldu stjórnendur heimsþingsins við hæfi að Ísland hefði forystu um að skapa og veita Heimsverðlaunin. Þau verða framvegis veitt á tveggja ára fresti því landi sem mest eykur hlutfall endurnýjanlegrar orku. Þau lönd sem helst komu til greina þegar verlaunin voru veitt í fyrsta sinn voru Albanía, Brasilía, Kýpur, Kyrgistan, Panama og Paraguay. Forseti Íslands tilkynnti við lok ræðu sinnar í Flórens að ákveðið hefði verið að veita Kýpur verðlaunin því árangur þess á síðastliðnum tveimur árum hefði verið ótvíræður og hlutfallsleg aukning þar mest. Orkumálastjóri Kýpur tók við verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Í ræðu sinni við athöfnina lagði forseti Íslands áherslu á þann árangur sem Ísland hefði náð á sviði endurnýjanlegrar orku en um 70% af heildarorkubúskap Íslendinga er af þeim toga sem og öll raforkuframleiðslan í landinu. Virkjun vatnsafls og jarðhita hefði gegnt lykilhlutverki í þessari þróun. Vetnisverkefnið sem Íslendingar ynnu nú að í samvinnu við Shell, Daimler Chrysler og Norsk Hydro miðaði að því að auka í framtíðinni hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngukerfi Íslendinga svo að heildarhlutfall endurnýjanlegrar orku yrði enn hærra en það er nú. Forsetinn benti einnig á að með því að þjóðir heims sameinuðust um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku yrði hægt að draga úr hættu á verulegum loftslagsbreytingum á komandi áratugum, en loftslagsbreytingar hefðu í för með sér gífurlegt efnahagslegt tjón fyrir allar þjóðir heims, náttúruhamfarir, mengun og tortímingu auðlinda í úthöfum og á meginlöndum og sköpuðu hættur á skelfilegum faröldrum sjúkdóma. Hin nýju Heimsverðlaun væru mikilvæg hvatning til stjórnvalda og þjóða víða um veröld að vinna hratt og vel að því að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar með því að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa. Á Heimsþinginu er m.a. fjallað um nýsköpun í orkumálum, rannsóknir, viðskiptatækifæri, fjármögnun og menntun auk þess sem sérstök umræða fer fram um tækninýjungar, sólarorku, vindorku, vetnisframleiðslu, breytingar í samgöngumálum og gerð mannvirkja. Þetta kemur fram í Fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.
Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira