Aldrei meiri afgangur af ríkissjóði 24. ágúst 2006 16:03 Ríkissjóður var rekinn með 113 milljarða afgangi á síðasta ári, og hefur aldrei verið jafn mikill afgangur á ríkissjóði áður. Hagnaður af sölu Símans skýrir aðeins helming þessarar góðu stöðu en uppgangur í efnahagslífinu jók tekjur ríkissjóðs um 55 milljarða. Þetta kemur fram í ríkisreikningi fyrir árið 2005 sem nú hefur verið lagður fram. Tekjur ríkissjóðs árið 2005 voru 421,2 milljarðar króna og útgjöld voru 308,4 milljarðar. Afgangur fjárlaga ársins var því 113 milljarðar og hefur aldrei verið meiri. Til samanburðar var afgangur af rekstri ríkissjóðs árið 2004 aðeins tveir milljarðar króna. Mestu munar um tekjur ríkissjóðs af sölu Símans, sem gaf ríkissjóði 56 milljarða króna. Það vekur hins vegar athygli að aðrar tekjur ríkissjóðs hækkuðu um 55 milljarða króna sem fjármálaráðuneytið skýrir að mestu með uppgangi í efnahagslífinu og aðhaldi í útgjöldum. Góð staða ríkissjóðs á árinu 2005 gerði ríkissjóði kleyft að greiða niður erlendar skuldir um 50 milljarða króna. En lítum nú á tekjur ríkissjóðs, sem eins og áður sagði námu 421,2 milljörðum. Mest munar um tekjur af sköttum á sölu vöru og þjónustu. Þær voru 165 milljarðar, eða 39 % af heildartekjum. Þessar tekjur jukust um 24 milljarða frá árinu 2004 og munar þar mest um 18 milljarða í auknum tekjum af virðisaukaskatti, sem segir sitt um neyslu landsmanna. Tekjur af sköttum á einstaklinga og fyrirtæki sem og fjármagnstekjuskattur aukast einnig og voru 132 milljarðar árið 2005, í stað 102 milljarða árið 2004. En í hvað fara tekjur ríkissjóðs. Lang stærsti útgjaldaliðurinn er heilbrigðismál. Á árinu 2005 kostaði heilbrigðiskerfið 77 milljarða króna. Næst stærsti útgjaldaliðurinn er almannatryggingar og velferðarmál með 70 milljarða. Kostnaður ríkissjóðs vegna atvinnumála, en undir þann lið falla samgöngu- og landbúnaðarmál, var 44 milljarðar. Menntakerfið tók til sín 42 milljarða og hækkuðu útgjöld þar mest, eða um 7,5 prósent. Þar munar mest um 13,9 prósenta aukningu á framlögum til háskólanna, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins. Fjárlög Fréttir Innlent Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Ríkissjóður var rekinn með 113 milljarða afgangi á síðasta ári, og hefur aldrei verið jafn mikill afgangur á ríkissjóði áður. Hagnaður af sölu Símans skýrir aðeins helming þessarar góðu stöðu en uppgangur í efnahagslífinu jók tekjur ríkissjóðs um 55 milljarða. Þetta kemur fram í ríkisreikningi fyrir árið 2005 sem nú hefur verið lagður fram. Tekjur ríkissjóðs árið 2005 voru 421,2 milljarðar króna og útgjöld voru 308,4 milljarðar. Afgangur fjárlaga ársins var því 113 milljarðar og hefur aldrei verið meiri. Til samanburðar var afgangur af rekstri ríkissjóðs árið 2004 aðeins tveir milljarðar króna. Mestu munar um tekjur ríkissjóðs af sölu Símans, sem gaf ríkissjóði 56 milljarða króna. Það vekur hins vegar athygli að aðrar tekjur ríkissjóðs hækkuðu um 55 milljarða króna sem fjármálaráðuneytið skýrir að mestu með uppgangi í efnahagslífinu og aðhaldi í útgjöldum. Góð staða ríkissjóðs á árinu 2005 gerði ríkissjóði kleyft að greiða niður erlendar skuldir um 50 milljarða króna. En lítum nú á tekjur ríkissjóðs, sem eins og áður sagði námu 421,2 milljörðum. Mest munar um tekjur af sköttum á sölu vöru og þjónustu. Þær voru 165 milljarðar, eða 39 % af heildartekjum. Þessar tekjur jukust um 24 milljarða frá árinu 2004 og munar þar mest um 18 milljarða í auknum tekjum af virðisaukaskatti, sem segir sitt um neyslu landsmanna. Tekjur af sköttum á einstaklinga og fyrirtæki sem og fjármagnstekjuskattur aukast einnig og voru 132 milljarðar árið 2005, í stað 102 milljarða árið 2004. En í hvað fara tekjur ríkissjóðs. Lang stærsti útgjaldaliðurinn er heilbrigðismál. Á árinu 2005 kostaði heilbrigðiskerfið 77 milljarða króna. Næst stærsti útgjaldaliðurinn er almannatryggingar og velferðarmál með 70 milljarða. Kostnaður ríkissjóðs vegna atvinnumála, en undir þann lið falla samgöngu- og landbúnaðarmál, var 44 milljarðar. Menntakerfið tók til sín 42 milljarða og hækkuðu útgjöld þar mest, eða um 7,5 prósent. Þar munar mest um 13,9 prósenta aukningu á framlögum til háskólanna, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins.
Fjárlög Fréttir Innlent Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira