
Fótbolti
AC Milan ætlar ekki að bjóða í Ronaldo

Forráðamenn AC Milan hafa gefið það út á heimasíðu félagsins að þeir hafi bundið enda á viðræður við spænska félagið Real Madrid vegna hugsanlegra kaupa á brasilíska framherjanum Ronaldo. Aðeins nokkrir dagar eru nú þar til félagaskiptaglugginn lokast og því er útlit fyrir að Ronaldo verði áfram í herbúðum Madridarliðsins.