Vill umræðu um nauðsyn leyniþjónustu 27. ágúst 2006 18:48 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. Björn Bjarnason hélt ræðu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar á fimmtudag þar sem hann gerði öryggis- og varmál að umtalsefni sínu. Benti hann á að talið væri að lífi óbreyttra borgara væri helst ógnað með hryðjuverkum í dag og að Íslendingar gætu ekki leyft sér þann munað að hunsa hryðjuverkahættuna. Því þyrfti að ræða hvort stofna ætti hér leyniþjónustu og hvernig það yrði gert ef um það næðist pólitísk samstaða. Umræður leyniþjónustu hér á landi eru ekki nýjar af nálinni en hafa hingað til aðallega farið fram undir öðrum formerkjum. Með nýsamþykktu frumvarpi um breytingar á lögreglulögum er gert ráð fyrir stofnun sérstakrar greiningardeildar sem ætlað er að leggja mat á hættu vegna hryðjuverka og skipulagðrar glæpastarfsemi. Stjórnarandstæðingar vildu sumir kalla það leyniþjónustu en ráðherra taldi það ekki réttnefni á þingi. Í sumar var svo kynnt skýrsla sérfræðinga frá Evrópusambandinu þar sem lagt var til að stofnuð yrði deild hjá Ríkislögreglustjóra sem hefði heimildir til hlerana og að njósna með það að markmiði og koma í veg fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi. Sú deild var þá nefnd þjóðaröryggisdeild en nú virðist ráðherra hafa stigið skrefi lengra og kallar hana fullum fetum leyniþjónustu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa séð nein rök fyrir stofnun leyniþjónustu hér á landi og að hann gjaldi varhug við slíkum hugmyndum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. Björn Bjarnason hélt ræðu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar á fimmtudag þar sem hann gerði öryggis- og varmál að umtalsefni sínu. Benti hann á að talið væri að lífi óbreyttra borgara væri helst ógnað með hryðjuverkum í dag og að Íslendingar gætu ekki leyft sér þann munað að hunsa hryðjuverkahættuna. Því þyrfti að ræða hvort stofna ætti hér leyniþjónustu og hvernig það yrði gert ef um það næðist pólitísk samstaða. Umræður leyniþjónustu hér á landi eru ekki nýjar af nálinni en hafa hingað til aðallega farið fram undir öðrum formerkjum. Með nýsamþykktu frumvarpi um breytingar á lögreglulögum er gert ráð fyrir stofnun sérstakrar greiningardeildar sem ætlað er að leggja mat á hættu vegna hryðjuverka og skipulagðrar glæpastarfsemi. Stjórnarandstæðingar vildu sumir kalla það leyniþjónustu en ráðherra taldi það ekki réttnefni á þingi. Í sumar var svo kynnt skýrsla sérfræðinga frá Evrópusambandinu þar sem lagt var til að stofnuð yrði deild hjá Ríkislögreglustjóra sem hefði heimildir til hlerana og að njósna með það að markmiði og koma í veg fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi. Sú deild var þá nefnd þjóðaröryggisdeild en nú virðist ráðherra hafa stigið skrefi lengra og kallar hana fullum fetum leyniþjónustu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa séð nein rök fyrir stofnun leyniþjónustu hér á landi og að hann gjaldi varhug við slíkum hugmyndum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira