Þjóðarátak fyrir Magna 5. september 2006 19:19 Í kvöld er þrýst á um áframhaldandi þjóðarátak til að halda Magna Ásgeirssyni inni í harðvítugri lokabaráttu um að verða stjörnusöngvari rokksveitarinnar Supernova. Magni syngur frumsamið lag í kvöld ásamt bítlaslagaranum Back in the USSR en fékk slaka dóma í liðinni viku fyrir texta sem hann samdi við nýtt Súpernóvulag. Nú eru eftir fimm í Rockstar og með atkvæðagreiðslunni í nótt ræðst hver eða hverjir detta mögulega út aðra nótt. Samstillt átak íslendinga fyrir viku gerði það að verkum að Magni var aldrei í fallhættu - og nú er þjóðin hvött til að endurtaka leikinn. Svo mikið er í húfi fyrir þjóðarsálina að jafnvel erkiféndur í íslenskri samkeppnisbaráttu - síminn og Ogvodafone hafa nú stillt sína strengi saman og bjóða ódýra símkosningu fyrir Magna. Í kvöld syngur Magni tvö lög. Bítlalagið Back in the USSR og frumsamið lag við góðar undirtektir súpernóvaþremenningana, samkvæmt "lekum" frá áhorfendum í sal þegar þátturinn var tekinn upp. Í liðinni viku fengu keppendurnir fimm að spreyta sig á að skrifa ljóðatexta við nýtt lag frá Súpernóvu og bera undir Gilby Clarke. Á vefsjónvarpsupptökum frá viðbrögðunum má sjá að Gilby fannst framlag Magna óspennandi. Þjóðarátak í atkvæðagreiðslu hefur þó sýnt sig að virka. Illmögulegt er að geta sér til um hversu mörg atvkæði eru að berast í keppninni en fyrir viku var þó metkosning og nokkuð ljóst að íslensku atkvæðin hreyfðu mælanna. Alla síðustu þáttaröð Rockstar þar sem INXS leitaði að söngvara bárust 14 milljónir atkvæða á netinu. Þau eru væntanlega fleiri undir lok keppni en í upphafi - og í ár hefur verið uplýst að atkvæðamagnið er talsvert meira. Varlegt er því að áætla að heildaratkvæðin í nótt gætu skipt milljónum. Því er hvatt til þess að sem flestir kjósi og hver og einn oft til að skila „okkar" manni nægjanlegu atkvæðamagni. Rock Star Supernova Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Í kvöld er þrýst á um áframhaldandi þjóðarátak til að halda Magna Ásgeirssyni inni í harðvítugri lokabaráttu um að verða stjörnusöngvari rokksveitarinnar Supernova. Magni syngur frumsamið lag í kvöld ásamt bítlaslagaranum Back in the USSR en fékk slaka dóma í liðinni viku fyrir texta sem hann samdi við nýtt Súpernóvulag. Nú eru eftir fimm í Rockstar og með atkvæðagreiðslunni í nótt ræðst hver eða hverjir detta mögulega út aðra nótt. Samstillt átak íslendinga fyrir viku gerði það að verkum að Magni var aldrei í fallhættu - og nú er þjóðin hvött til að endurtaka leikinn. Svo mikið er í húfi fyrir þjóðarsálina að jafnvel erkiféndur í íslenskri samkeppnisbaráttu - síminn og Ogvodafone hafa nú stillt sína strengi saman og bjóða ódýra símkosningu fyrir Magna. Í kvöld syngur Magni tvö lög. Bítlalagið Back in the USSR og frumsamið lag við góðar undirtektir súpernóvaþremenningana, samkvæmt "lekum" frá áhorfendum í sal þegar þátturinn var tekinn upp. Í liðinni viku fengu keppendurnir fimm að spreyta sig á að skrifa ljóðatexta við nýtt lag frá Súpernóvu og bera undir Gilby Clarke. Á vefsjónvarpsupptökum frá viðbrögðunum má sjá að Gilby fannst framlag Magna óspennandi. Þjóðarátak í atkvæðagreiðslu hefur þó sýnt sig að virka. Illmögulegt er að geta sér til um hversu mörg atvkæði eru að berast í keppninni en fyrir viku var þó metkosning og nokkuð ljóst að íslensku atkvæðin hreyfðu mælanna. Alla síðustu þáttaröð Rockstar þar sem INXS leitaði að söngvara bárust 14 milljónir atkvæða á netinu. Þau eru væntanlega fleiri undir lok keppni en í upphafi - og í ár hefur verið uplýst að atkvæðamagnið er talsvert meira. Varlegt er því að áætla að heildaratkvæðin í nótt gætu skipt milljónum. Því er hvatt til þess að sem flestir kjósi og hver og einn oft til að skila „okkar" manni nægjanlegu atkvæðamagni.
Rock Star Supernova Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira