Innlent

Ísland í níunda sæti yfir efnahagslegt frelsi

Ísland hefur færst upp um fjögur sæti á lista yfir þær þjóðir heimsins sem búa við mest efnahagslegt frelsi samkvæmt árlegri skýrslu um efnahagslegt frelsi í heiminum. Það er Rannsóknarmiðstöð um samfélags og efnahagsmál sem gefur út skýrsluna. Ísland var í þrettánda sæti í fyrra en er nú í því níunda ásamt Lúxemborg.

Nú fær Ísland einkunnina 7,9 af 10 mögulegum og hækkar úr 7,7 frá síðasta ári. Hong Kong er áfram í efsta sæti listans, Singapúr er í öðru sæti og Nýja-Sjáland, Sviss og Bandaríkin deila þriðja til fimmta sæti. Þjóðir frá Afríku og Suður- og Mið-Ameríku sitja hins vegar á botni listans. Í skýrslunni kemur einnig fram að rannsóknir sýni að efnahagslegt frelsi sé mun áhrifaríkara en ríkisstyrkt þróunaraðstoð við að hjálpa fátækum þjóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×