Stefnir í Suðurlandsskjálfta fyrir kosningar 8. september 2006 12:30 Það stefnir í nokkurs konar Suðurlandsskjálfta hjá Sjálfstæðismönnum í Suður- og Suðvesturkjördæmi þegar þingmenn og ráðherrar bítast um efstu sætin á framboðslistum til alþingiskosninga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður flokksins, sækist eftir fyrsta sæti í Suðvesturkjördæmi, þar sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra var áður. Sigríður Anna Þórðardóttir er annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og hyggst gefa kost á sér áfram en vill ekki tilgreina í hvaða sæti. Eftir að Gunnar Birgisson hætti á þingi er Bjarni Benediktsson orðinn þriðji þingmaður flokksins. Hann var í fimmta sæti á listanum fyrir síðustu alþingiskosningar og stefnir á að fikra sig upp á listanum. Aðspurður hvort hann ætlaði að berjast við Þorgerði Katrínu um toppsætið sagðist hann ekki hafa tekið neina ákvörðun. Gunnar Örlygsson sagði enn tvísýnt hvort hann fari fram eða ekki en ekki náðist í Sigurrós Þorgrímsdóttur. Í Suðurkjördæmi hefur Sjálfstæðisflokkurinn þrjú þingsæti en þegar hafa fjórir þingmenn gefið kost á sér í efstu sætin: Árni Mathiesen færir sig í kjördæmið úr Suðvesturkjördæmi og gefur kost á sér í fyrsta sætið. Drífa Hjartardóttir gefur áfram kost á sér í annað sæti listans og Guðjón Hjörleifsson býður sig fram í 2. til 3. sætið. Fjórði þingmaðurinn sem keppir um eitt af efstu sætunum er Kjartan Ólafsson en hann hefur ekki tilgreint nánar hvaða sæti hann sækist eftir. Kjördæmisráð ákveða hvort stillt verður upp á lista eða hvort haldið verði prófkjör. Kjördæmisráð Suðurkjördæmis fundar helgina 30. sept til 1.okt og kjördæmisráð Suðvesturkjördæmis tekur ákvörðun þann 4. október. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Það stefnir í nokkurs konar Suðurlandsskjálfta hjá Sjálfstæðismönnum í Suður- og Suðvesturkjördæmi þegar þingmenn og ráðherrar bítast um efstu sætin á framboðslistum til alþingiskosninga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður flokksins, sækist eftir fyrsta sæti í Suðvesturkjördæmi, þar sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra var áður. Sigríður Anna Þórðardóttir er annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og hyggst gefa kost á sér áfram en vill ekki tilgreina í hvaða sæti. Eftir að Gunnar Birgisson hætti á þingi er Bjarni Benediktsson orðinn þriðji þingmaður flokksins. Hann var í fimmta sæti á listanum fyrir síðustu alþingiskosningar og stefnir á að fikra sig upp á listanum. Aðspurður hvort hann ætlaði að berjast við Þorgerði Katrínu um toppsætið sagðist hann ekki hafa tekið neina ákvörðun. Gunnar Örlygsson sagði enn tvísýnt hvort hann fari fram eða ekki en ekki náðist í Sigurrós Þorgrímsdóttur. Í Suðurkjördæmi hefur Sjálfstæðisflokkurinn þrjú þingsæti en þegar hafa fjórir þingmenn gefið kost á sér í efstu sætin: Árni Mathiesen færir sig í kjördæmið úr Suðvesturkjördæmi og gefur kost á sér í fyrsta sætið. Drífa Hjartardóttir gefur áfram kost á sér í annað sæti listans og Guðjón Hjörleifsson býður sig fram í 2. til 3. sætið. Fjórði þingmaðurinn sem keppir um eitt af efstu sætunum er Kjartan Ólafsson en hann hefur ekki tilgreint nánar hvaða sæti hann sækist eftir. Kjördæmisráð ákveða hvort stillt verður upp á lista eða hvort haldið verði prófkjör. Kjördæmisráð Suðurkjördæmis fundar helgina 30. sept til 1.okt og kjördæmisráð Suðvesturkjördæmis tekur ákvörðun þann 4. október.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira