Samkeppni íslenskra háskóla ekki af hinu góða 8. september 2006 16:45 Samkeppnisumhverfið sem íslenskir háskólar búa við er ekki af hinu góða. Þetta er meðal þess sem gagnrýnt er í nýrri skýrslu OECD um íslenska háskólakerfið. Þar kemur einnig fram að gæðaeftirlit með skólunum er ófullnægjandi. Skýrslan var kynnt í Iðusölum við Lækjargötu í dag en efni hennar var upphaflega gert opinbert á heimasíðu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, fyrir rúmum tveimur vikum. Sex sérfræðingar um menntamál unnu úttektina og eru þeir harðorðir á sumum stöðum í skýrslu sinni, segja til að mynda að skýra stefnu um gæðaeftirlit háskólanáms hér á landi vanti algjörlega og huga þurfi alvarlega að gæðum námsins og fjármögnun þess. „Það er ekki auðvelt fyrir ríki þegar háskólastigið vex jafn hratt og það hefur gert hér á landi, en slík þróun kallar á nýja forgangsröðun," segir Paulo Santiago, sérfræðingur OECD, sem kynnti skýrsluna í dag. „Þar skiptir mestu máli að endurskoða þann þátt sem snýr að stjórnkerfinu, og ekki leggja of mikla áherslu á að skólarnir eigi að vera í samkeppni." Í skýrslunni er fundið að því að einungis einkareknir háskólar megi lögum samkvæmt innheimta skólagjöld, en ekki þeir ríkisreknu. Santiago segir eðlilegt að einkaskólarnir hafi haft þessi „fríðindi", ef svo má að orði komast, fyrst eftir að þeir voru stofnaðir, „en nú þegar skólarnir hafa öðlast sinn sess í menntakerfinu teljum við tímabært að hugað sé að leiðréttingu á þessu í samkeppnisumhverfi skólanna." Fréttir Innlent Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Samkeppnisumhverfið sem íslenskir háskólar búa við er ekki af hinu góða. Þetta er meðal þess sem gagnrýnt er í nýrri skýrslu OECD um íslenska háskólakerfið. Þar kemur einnig fram að gæðaeftirlit með skólunum er ófullnægjandi. Skýrslan var kynnt í Iðusölum við Lækjargötu í dag en efni hennar var upphaflega gert opinbert á heimasíðu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, fyrir rúmum tveimur vikum. Sex sérfræðingar um menntamál unnu úttektina og eru þeir harðorðir á sumum stöðum í skýrslu sinni, segja til að mynda að skýra stefnu um gæðaeftirlit háskólanáms hér á landi vanti algjörlega og huga þurfi alvarlega að gæðum námsins og fjármögnun þess. „Það er ekki auðvelt fyrir ríki þegar háskólastigið vex jafn hratt og það hefur gert hér á landi, en slík þróun kallar á nýja forgangsröðun," segir Paulo Santiago, sérfræðingur OECD, sem kynnti skýrsluna í dag. „Þar skiptir mestu máli að endurskoða þann þátt sem snýr að stjórnkerfinu, og ekki leggja of mikla áherslu á að skólarnir eigi að vera í samkeppni." Í skýrslunni er fundið að því að einungis einkareknir háskólar megi lögum samkvæmt innheimta skólagjöld, en ekki þeir ríkisreknu. Santiago segir eðlilegt að einkaskólarnir hafi haft þessi „fríðindi", ef svo má að orði komast, fyrst eftir að þeir voru stofnaðir, „en nú þegar skólarnir hafa öðlast sinn sess í menntakerfinu teljum við tímabært að hugað sé að leiðréttingu á þessu í samkeppnisumhverfi skólanna."
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira