Lætur Schumacher heyra það 12. september 2006 15:48 Fernando Alonso NordicPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher hjá Ferrari sé óíþróttamannslegasti ökuþór í sögu Formúlu eitt og hlakkar til að losna við hann úr keppni á næsta ári eftir að Þjóðverjinn tilkynnti að hann ætlaði að hætta eftir yfirstandandi keppnistímabil. Eftir að Alonso hafði verið með þægilegt forskot í keppni ökumanna í allt sumar, er nú Schumacher aðeins tveimur stigum á eftir honum eftir keppni helgarinnar. Alonso er ekki hrifinn af aðferðafræði Þjóðverjans og segir aðstandendur Formúlu 1 vera hliðholla Ferrari, en hann viðurkennir þó að Schumacher sé frábær ökumaður. "Michael Schumacher er óíþróttamannslegasti ökumaður í sögu Formúlu eitt og enginn hefur fengið jafn mörg keppnisbönn á ferlinum og hann. Það breytir þó engu um það að hann hefur verið besti ökumaðurinn og það hefur verið mikill heiður og ánægja að keppa við hann - mótin verða kannski jafnari eftir að hann hættir," sagði Alonso, sem vill meina að ráðandi öfl í kring um íþróttina hafi verið Ferrari og Schumacher hliðholl. "Það eru óneitanlega hagsmunaárekstrar í Formúlu 1. Við erum að tala um sigursælasta ökumann í sögu íþróttarinnar en honum veitir ekkert af smá hjálp. Hann hefur stundum fengið að fara yfir línuna á grófan hátt og það er auðvitað hneyksli," sagði Alonso. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher hjá Ferrari sé óíþróttamannslegasti ökuþór í sögu Formúlu eitt og hlakkar til að losna við hann úr keppni á næsta ári eftir að Þjóðverjinn tilkynnti að hann ætlaði að hætta eftir yfirstandandi keppnistímabil. Eftir að Alonso hafði verið með þægilegt forskot í keppni ökumanna í allt sumar, er nú Schumacher aðeins tveimur stigum á eftir honum eftir keppni helgarinnar. Alonso er ekki hrifinn af aðferðafræði Þjóðverjans og segir aðstandendur Formúlu 1 vera hliðholla Ferrari, en hann viðurkennir þó að Schumacher sé frábær ökumaður. "Michael Schumacher er óíþróttamannslegasti ökumaður í sögu Formúlu eitt og enginn hefur fengið jafn mörg keppnisbönn á ferlinum og hann. Það breytir þó engu um það að hann hefur verið besti ökumaðurinn og það hefur verið mikill heiður og ánægja að keppa við hann - mótin verða kannski jafnari eftir að hann hættir," sagði Alonso, sem vill meina að ráðandi öfl í kring um íþróttina hafi verið Ferrari og Schumacher hliðholl. "Það eru óneitanlega hagsmunaárekstrar í Formúlu 1. Við erum að tala um sigursælasta ökumann í sögu íþróttarinnar en honum veitir ekkert af smá hjálp. Hann hefur stundum fengið að fara yfir línuna á grófan hátt og það er auðvitað hneyksli," sagði Alonso.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira