Stýrivextir lækkaðir þegar verðbólga lækki til lengri tíma 14. september 2006 12:07 Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósent og eru þeir því nú 14 prósent. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri segir stýrivexti verða lækkaða þegar bankinn sjái þess örugg merki að verðbólga lækki til lengri tíma. Þá hafa aðrir vextir bankans hækkað einnig um 0,5 prósentur en það er í samræmi við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Hækkunin er sú sautjánda frá því í maí árið 2004 en bankinn hefur alls hækkað vexti um 4,5 prósent frá því í september á síðasta ári. Þá gera bankarnir ráð fyrir því að vaxtalækkunarferlið muni hefjast á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og það muni taka bankann um 12 mánuði að ná vöxtum niður um 7 prósentur. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi í morgun, þar sem stýrivaxtahækkunin var kynnt, að vísbendingar um hagvöxt og eftirspurn á 3. og 4. ársfjórðungi þessa árs bentu til þess að framleiðsluspenna væri meiri en reiknað hefði verið með í júlí. Þá væri mikil spenna á vinnumarkaði og launakostnaður fyrirtækja hefði hækkað hratt . Minnkandi vöxtur útlána og tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum og fleiri vísbendingar sýndu þó að farið væri að hægja töluvert á vexti innlendrar eftirspurnar. Greiningardeild KB banka segir fyrirséð að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman á tímabilinu, einkum eftir að Seðlabankinn tekur að lækka vexti. Á þeim tíma gera erlendir greiningaraðilar meðal annars ráð fyrir að Seðlabanki Evrópu haldi áfram að hækka vexti. Samkvæmt spánni mun meðal vaxtamunur halda áfram að dragast saman frá 9 % árið 2006 í 6,2 prósent á næsta ári og vera í kringum 4 prósent árið 2008. Davíð Oddsson sagði einnig á fundinum í morgun þegar hann var spurður að því hvenær strýivextir yrðu lækkaðir að það yrði þegar bankinn sæi örugg merki þess að verðbólga væri að minnka, ekki til skemmri tíma heldur lengri. Það væri ekki markmið bankans að halda vöxtum háum heldar að draga úr verðbólgu og yrðu vextir að vera háir svo að það markmið næðist yrði svo að vera. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanksn um vextir verður birt fimmtudaginn 2. nóvember næstkomandi um leið og Peningamál verða gefin út. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósent og eru þeir því nú 14 prósent. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri segir stýrivexti verða lækkaða þegar bankinn sjái þess örugg merki að verðbólga lækki til lengri tíma. Þá hafa aðrir vextir bankans hækkað einnig um 0,5 prósentur en það er í samræmi við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Hækkunin er sú sautjánda frá því í maí árið 2004 en bankinn hefur alls hækkað vexti um 4,5 prósent frá því í september á síðasta ári. Þá gera bankarnir ráð fyrir því að vaxtalækkunarferlið muni hefjast á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og það muni taka bankann um 12 mánuði að ná vöxtum niður um 7 prósentur. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi í morgun, þar sem stýrivaxtahækkunin var kynnt, að vísbendingar um hagvöxt og eftirspurn á 3. og 4. ársfjórðungi þessa árs bentu til þess að framleiðsluspenna væri meiri en reiknað hefði verið með í júlí. Þá væri mikil spenna á vinnumarkaði og launakostnaður fyrirtækja hefði hækkað hratt . Minnkandi vöxtur útlána og tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum og fleiri vísbendingar sýndu þó að farið væri að hægja töluvert á vexti innlendrar eftirspurnar. Greiningardeild KB banka segir fyrirséð að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman á tímabilinu, einkum eftir að Seðlabankinn tekur að lækka vexti. Á þeim tíma gera erlendir greiningaraðilar meðal annars ráð fyrir að Seðlabanki Evrópu haldi áfram að hækka vexti. Samkvæmt spánni mun meðal vaxtamunur halda áfram að dragast saman frá 9 % árið 2006 í 6,2 prósent á næsta ári og vera í kringum 4 prósent árið 2008. Davíð Oddsson sagði einnig á fundinum í morgun þegar hann var spurður að því hvenær strýivextir yrðu lækkaðir að það yrði þegar bankinn sæi örugg merki þess að verðbólga væri að minnka, ekki til skemmri tíma heldur lengri. Það væri ekki markmið bankans að halda vöxtum háum heldar að draga úr verðbólgu og yrðu vextir að vera háir svo að það markmið næðist yrði svo að vera. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanksn um vextir verður birt fimmtudaginn 2. nóvember næstkomandi um leið og Peningamál verða gefin út.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira