Íslendingar aðlagist veðurfarsbreytingum 16. september 2006 18:33 Íslendingar þurfa að aðlagast miklum breytingum á veðurfari og lífríki fari svo að hlýnun á Norðurhveli verði hraðari en áður var talið. Fjórtán prósent af íshellu norðurskauts bráðnaði á liðnu ári sem er þrítugföld bráðnun miðað við fyrri ár. Hlýnun á Íslandi kann að verða skammgóður vermir því óttast er að eftir skammt hlýindaskeið skelli hér á fimbulkuldi. Fyrir helgi birtu tvær bandarískar rannsóknarstofnanir uggvænlegar tölur um stóraukin hraða á bráðnun íshellunar á heimskautinu. Alltaf bráðnar eitthvað yfir sumartímann en síðasta ár bráðnuðum fjórtán prósent íshellunar. Þetta er 30 sinnum meiri bráðnun en árin á undan. Það svæði sem varð íslaust er 730 þúsund ferkílómetrar eða meira en sjöfallt flatarmál Íslands. Þór Jakobsson, hafíssérfræðingur Veðurstofunnar segir að tvennt stuðli að þessu: aukið innstreymi hlýsjávar og sú staðreynd að hafið gleypir hita sólar þegar íshellan er ekki lengur til staðar. Þessi víxlverkan er vísbending um að hlýnun á norðurhveli verði mun hraðari en áður var talið - mögulega vegna gróðurhúsaáhrifa mengandi loftegunda. A fleiðingin getur orðið skelfileg ef jökulís á Grænlandi bráðnar svo að yfirborð sjávar hækkar um jafnvel heilu metranna. Þór segir að menn kunni að fagna því að hér hlýni svo að hér verði veðurfar eins og á Englandi en bendir á að fræðimenn telji að þetta verði einungis skammgóður vermir í nokkra áratufi. Þá muni gólfstraumurinn hopa og fimbulkuldi verða á íslandi. Þór segir það ljóst að það verði miklar breytingar með hlýnun sem menn verði að aðlagast. Það geti falið í sér tækifæri, eins og með auknum skipflutningum yfir heimskautið og framhjá íslandi - en svo gæti lífríki hafsins breyst og íslendingar þurfi þá að einbeita sér að því að veiða nýjar fisktegundir. Fréttir Innlent Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Íslendingar þurfa að aðlagast miklum breytingum á veðurfari og lífríki fari svo að hlýnun á Norðurhveli verði hraðari en áður var talið. Fjórtán prósent af íshellu norðurskauts bráðnaði á liðnu ári sem er þrítugföld bráðnun miðað við fyrri ár. Hlýnun á Íslandi kann að verða skammgóður vermir því óttast er að eftir skammt hlýindaskeið skelli hér á fimbulkuldi. Fyrir helgi birtu tvær bandarískar rannsóknarstofnanir uggvænlegar tölur um stóraukin hraða á bráðnun íshellunar á heimskautinu. Alltaf bráðnar eitthvað yfir sumartímann en síðasta ár bráðnuðum fjórtán prósent íshellunar. Þetta er 30 sinnum meiri bráðnun en árin á undan. Það svæði sem varð íslaust er 730 þúsund ferkílómetrar eða meira en sjöfallt flatarmál Íslands. Þór Jakobsson, hafíssérfræðingur Veðurstofunnar segir að tvennt stuðli að þessu: aukið innstreymi hlýsjávar og sú staðreynd að hafið gleypir hita sólar þegar íshellan er ekki lengur til staðar. Þessi víxlverkan er vísbending um að hlýnun á norðurhveli verði mun hraðari en áður var talið - mögulega vegna gróðurhúsaáhrifa mengandi loftegunda. A fleiðingin getur orðið skelfileg ef jökulís á Grænlandi bráðnar svo að yfirborð sjávar hækkar um jafnvel heilu metranna. Þór segir að menn kunni að fagna því að hér hlýni svo að hér verði veðurfar eins og á Englandi en bendir á að fræðimenn telji að þetta verði einungis skammgóður vermir í nokkra áratufi. Þá muni gólfstraumurinn hopa og fimbulkuldi verða á íslandi. Þór segir það ljóst að það verði miklar breytingar með hlýnun sem menn verði að aðlagast. Það geti falið í sér tækifæri, eins og með auknum skipflutningum yfir heimskautið og framhjá íslandi - en svo gæti lífríki hafsins breyst og íslendingar þurfi þá að einbeita sér að því að veiða nýjar fisktegundir.
Fréttir Innlent Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira