Sjónvarp og gögn flutt um raflagnir 18. september 2006 11:00 Síminn hefur um nokkurt skeið prófað sig áfram með gagnaflutning um raflagnir innan heimilanna, svokölluð heimatengi. Hver kannast ekki við óþægindin sem hljótast af því að hafa mikið af snúrum um allt? Nú er komin á markað lausn á vegum Símans sem leysir hið eilífa snúruvandamál heimilanna. Hefðbundnar aðferðir með símalínu og ljósleiðara eru notaðar til þess að koma gögnum inn á heimilin en raflögnin er síðan notuð til að dreifa sjónvarpi og gögnum innan íbúðanna. Talsverð fyrirhöfn er að koma fyrir nýjum tölvulögnum innan íbúðar. Í sumum tilvikum getur það verið æði erfitt og tímafrekt að bora ný göt í gegnum veggi. Þráðlaus dreifing innanhúss hefur sínar takmarkanir þar sem veggir draga úr dreifingunni og flutningshraðinn fellur hratt með aukinni vegalengd frá beini. Gagnaflutningslínur taka við meiri umferð inn á heimilin og fyrir utan Netið er verið að flytja sjónvarp og síma um línurnar. Aðstæður innan heimila með tilliti til dreifingar eru því stöðugt að breytast. Gagnaflutningur um raflögnina breytir þessu og kemur í staðinn fyrir tölvulagnir á milli herbergja. Í grunninn vinna tækin innan þessarar tækni í pörum. Til dæmis væri annað tækið í parinu staðsett við þann leiðstjóra sem tengdist ADSL línu en hitt tækið í parinu staðsett þar sem tölvan eða sjónvarpið væri. Tæknin hentar því hvort sem er til að tengja sjónvarp um ADSL eða til að koma tölvutengingum í hvert herbergi. Breytingar, viðbætur og tilfærsla á búnaði eru engin fyrirhöfn. Tækin eru einfaldlega sett í samband við næsta rafmagnstengil. Því er hægt að nettengja tveggja eða þriggja hæða íbúð og bílskúr á örskömmum tíma. Tæknin er í mikilli þróun og næsta kynslóð gæti hentað til að dreifa innanhúss mörgum sjónvarpsrásum eða háskerpusjónvarpi. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Síminn hefur um nokkurt skeið prófað sig áfram með gagnaflutning um raflagnir innan heimilanna, svokölluð heimatengi. Hver kannast ekki við óþægindin sem hljótast af því að hafa mikið af snúrum um allt? Nú er komin á markað lausn á vegum Símans sem leysir hið eilífa snúruvandamál heimilanna. Hefðbundnar aðferðir með símalínu og ljósleiðara eru notaðar til þess að koma gögnum inn á heimilin en raflögnin er síðan notuð til að dreifa sjónvarpi og gögnum innan íbúðanna. Talsverð fyrirhöfn er að koma fyrir nýjum tölvulögnum innan íbúðar. Í sumum tilvikum getur það verið æði erfitt og tímafrekt að bora ný göt í gegnum veggi. Þráðlaus dreifing innanhúss hefur sínar takmarkanir þar sem veggir draga úr dreifingunni og flutningshraðinn fellur hratt með aukinni vegalengd frá beini. Gagnaflutningslínur taka við meiri umferð inn á heimilin og fyrir utan Netið er verið að flytja sjónvarp og síma um línurnar. Aðstæður innan heimila með tilliti til dreifingar eru því stöðugt að breytast. Gagnaflutningur um raflögnina breytir þessu og kemur í staðinn fyrir tölvulagnir á milli herbergja. Í grunninn vinna tækin innan þessarar tækni í pörum. Til dæmis væri annað tækið í parinu staðsett við þann leiðstjóra sem tengdist ADSL línu en hitt tækið í parinu staðsett þar sem tölvan eða sjónvarpið væri. Tæknin hentar því hvort sem er til að tengja sjónvarp um ADSL eða til að koma tölvutengingum í hvert herbergi. Breytingar, viðbætur og tilfærsla á búnaði eru engin fyrirhöfn. Tækin eru einfaldlega sett í samband við næsta rafmagnstengil. Því er hægt að nettengja tveggja eða þriggja hæða íbúð og bílskúr á örskömmum tíma. Tæknin er í mikilli þróun og næsta kynslóð gæti hentað til að dreifa innanhúss mörgum sjónvarpsrásum eða háskerpusjónvarpi.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira