Ekki ólíklegt að Katrín Jakobsdóttir fari fram 19. september 2006 16:50 Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna MYND/GVA Varaformaður Vinstri grænna segir ekki ólíklegt að hún fari fram í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir þinkosningarnar næsta vor. Bæði Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir ætla að bjóða sig fram. Vinstri grænir í Reykjavík halda í kvöld fund þar sem afgreidd verður tillaga um fyrirkomulag á forvali fyrir komandi alþingiskosningar. Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi þann 11. nóvember næstkomandi. Að sögn Drífu Snædal, framkvæmdastýru vinstri grænna, hefur tillagan verið kynnt á félagsfundum í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu, en í kvöld taka félagsmenn í Reykjavík endanlega afstöðu til hennar. Ekki liggur fyrir hvenær vinstri grænir í Suðvesturkjördæmi gera slíkt hið sama. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, sagði í samtali við NFS síðdegis í dag að ekki sé ólíklegt að hún fari fram í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún hyggst þó bíða með allar opinberar yfirlýsingar þar til það liggur fyrir hvort sameiginlegt forval fari fram í Reykjvavíkurkjördæmunum tveimur. Katrín segir að ef hún bjóði sig fram muni hún sækjast eftir einu af efstu sætunum. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem skipaði 1. sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar, sagðist í samtali við fréttastofuna í dag að hún hyggist bjóða sig fram í forvalinu. Sömu sögu er að segja af Ögmundi Jónassyni, þingflokksformanni VG, en hann skipaði 1. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum fyrir rúmum þremur árum. Atli Gíslason, varaþingmaður Vinstri grænna, hefur verið orðaður við framboð en hann vildi ekki staðfesta það í samtali við NFS í dag. Hann telur það þó líklegt, en óvíst þá í hvaða kjördæmi. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segist ekki vera á leiðinni í framboð. Þá hafa verið vangaveltur um hvort Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi hyggist freista þess að komast inn á þing en ekki náðist í Árna í dag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Varaformaður Vinstri grænna segir ekki ólíklegt að hún fari fram í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir þinkosningarnar næsta vor. Bæði Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir ætla að bjóða sig fram. Vinstri grænir í Reykjavík halda í kvöld fund þar sem afgreidd verður tillaga um fyrirkomulag á forvali fyrir komandi alþingiskosningar. Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi þann 11. nóvember næstkomandi. Að sögn Drífu Snædal, framkvæmdastýru vinstri grænna, hefur tillagan verið kynnt á félagsfundum í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu, en í kvöld taka félagsmenn í Reykjavík endanlega afstöðu til hennar. Ekki liggur fyrir hvenær vinstri grænir í Suðvesturkjördæmi gera slíkt hið sama. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, sagði í samtali við NFS síðdegis í dag að ekki sé ólíklegt að hún fari fram í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún hyggst þó bíða með allar opinberar yfirlýsingar þar til það liggur fyrir hvort sameiginlegt forval fari fram í Reykjvavíkurkjördæmunum tveimur. Katrín segir að ef hún bjóði sig fram muni hún sækjast eftir einu af efstu sætunum. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem skipaði 1. sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar, sagðist í samtali við fréttastofuna í dag að hún hyggist bjóða sig fram í forvalinu. Sömu sögu er að segja af Ögmundi Jónassyni, þingflokksformanni VG, en hann skipaði 1. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum fyrir rúmum þremur árum. Atli Gíslason, varaþingmaður Vinstri grænna, hefur verið orðaður við framboð en hann vildi ekki staðfesta það í samtali við NFS í dag. Hann telur það þó líklegt, en óvíst þá í hvaða kjördæmi. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segist ekki vera á leiðinni í framboð. Þá hafa verið vangaveltur um hvort Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi hyggist freista þess að komast inn á þing en ekki náðist í Árna í dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira