Lýsing afhendir Þroskahjálp 2 milljónir króna 21. september 2006 12:00 Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna en Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna. Hluti upphæðarinnar rennur til þróunarstarfs Þroskahjálpar í þriðja heiminum. Lýsing fagnaði 20 ára afmæli sínu á dögunum og bauð starfsmönnum og viðskiptavinum til afmælisfagnaðar í nýju Laugardalshöllinni. Á 20 ára ferli fyrirtækisins hefur það styrkt ýmis hjálparsamtök og lagt mörgum einstaklingum lið við að ná markmiðum sínum. Til að mynda hefur Lýsing verið aðalstyrktaraðili Landssamtakanna Þroskahjálpar síðan 2004. Í tilefni afmælisins ákvað Lýsing að styrkja þau enn frekar með 2 milljónum króna. Lýsing hefur lagt mikið upp úr því að vera samtökunum innan handar. Árið 1987 deildu Lýsing og Þroskahjálp húsnæði að Suðurlandsbraut 22 og á þeim tíma kynntist fyrirtækið því óeigingjarna og þarfa starfi sem Þroskahjálp sinnir í þágu þeirra sem minna mega sín. Ólafur Helgi Ólafsson framkvæmdastjóri Lýsingar sagði í ræðu sinni við afhendinguna að málefni fatlaðra séu málefni samfélagsins alls og að nauðsynlegt sé að fatlaðir njóti í hvívetna sömu réttinda og aðstöðu og ófatlaðir. Landssamtökin Þroskahjálp fluttu starfsemi sína af Suðurlandsbraut árið 2004 og seldu Lýsingu húsnæðið. Þá gerði Lýsing styrktarsamning við félagið til fjögurra ára um 500 þúsund króna styrk ár hvert. Það kom því Landssamtökunum Þroskahjálp þægilega á óvart þegar Lýsing veitti þeim 2 milljónir króna aukalega og rennur hluti upphæðarinnar til þróunarstarfs í þriðja heiminum. Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, sagði í ræðu sinni að Lýsing hefði reynst samtökunum ómetanlegur bakhjarl og bandamaður og að slíkt sé afar þýðingarmikið í baráttunni fyrir mannréttindahugsjónum og trúnni á réttlæti til allra manna. Þar sem samtökin gerðu ekki ráð fyrir þessum peningum í fjárhagsáætlun sinni ætla þau að láta langþráðan draum rætast og láta gott af sér leiða í þágu fatlaðra fyrir utan landsteinana. Það voru þau Gerður A. Árnadóttir og Friðrik Sigurðsson sem tóku við styrknum af Ólafi Helga Ólafssyni. Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna en Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna. Hluti upphæðarinnar rennur til þróunarstarfs Þroskahjálpar í þriðja heiminum. Lýsing fagnaði 20 ára afmæli sínu á dögunum og bauð starfsmönnum og viðskiptavinum til afmælisfagnaðar í nýju Laugardalshöllinni. Á 20 ára ferli fyrirtækisins hefur það styrkt ýmis hjálparsamtök og lagt mörgum einstaklingum lið við að ná markmiðum sínum. Til að mynda hefur Lýsing verið aðalstyrktaraðili Landssamtakanna Þroskahjálpar síðan 2004. Í tilefni afmælisins ákvað Lýsing að styrkja þau enn frekar með 2 milljónum króna. Lýsing hefur lagt mikið upp úr því að vera samtökunum innan handar. Árið 1987 deildu Lýsing og Þroskahjálp húsnæði að Suðurlandsbraut 22 og á þeim tíma kynntist fyrirtækið því óeigingjarna og þarfa starfi sem Þroskahjálp sinnir í þágu þeirra sem minna mega sín. Ólafur Helgi Ólafsson framkvæmdastjóri Lýsingar sagði í ræðu sinni við afhendinguna að málefni fatlaðra séu málefni samfélagsins alls og að nauðsynlegt sé að fatlaðir njóti í hvívetna sömu réttinda og aðstöðu og ófatlaðir. Landssamtökin Þroskahjálp fluttu starfsemi sína af Suðurlandsbraut árið 2004 og seldu Lýsingu húsnæðið. Þá gerði Lýsing styrktarsamning við félagið til fjögurra ára um 500 þúsund króna styrk ár hvert. Það kom því Landssamtökunum Þroskahjálp þægilega á óvart þegar Lýsing veitti þeim 2 milljónir króna aukalega og rennur hluti upphæðarinnar til þróunarstarfs í þriðja heiminum. Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, sagði í ræðu sinni að Lýsing hefði reynst samtökunum ómetanlegur bakhjarl og bandamaður og að slíkt sé afar þýðingarmikið í baráttunni fyrir mannréttindahugsjónum og trúnni á réttlæti til allra manna. Þar sem samtökin gerðu ekki ráð fyrir þessum peningum í fjárhagsáætlun sinni ætla þau að láta langþráðan draum rætast og láta gott af sér leiða í þágu fatlaðra fyrir utan landsteinana. Það voru þau Gerður A. Árnadóttir og Friðrik Sigurðsson sem tóku við styrknum af Ólafi Helga Ólafssyni.
Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent