Matarskattur gæti lækkað umtalsvert 25. september 2006 12:15 MYND/Pjetur Matarskattur gæti lækkað umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi. Þá stendur til að fella niður eða lækka vörugjöld af matvælum. Stjórnarflokkarnir vilja hinsvegar ekki hrófla mikið við tollaverndinni fyrr en samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í höfn. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa unnið að málinu í sumar eftir af að matarverðsnefnd skilaði af sér í júní en nefndin klofnaði í afstöðu sinni til verndartollanna svokölluðu. Vinna ráðherranna er á lokastigi en það ræðst í dag hvort frumvarp um þessar aðgerðir verður lagt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það byggist að megninu til á tillögum nefndarinnar frá því í júní en niðurfelling vörugjalda ein og sér ætti að skila vísitölufjölskyldunni rúmum tuttugu þúsundum á mánuði. Matarverðsnefndin vildi að virðisaukaskattur á öllum matvælum yrði fjórtán prósent en hann er tuttugu og fimm prósent í sumum flokkum. Þá yrði hann einnig lækkaður niður í fjórtán prósent á veitingahúsum. Samtals áttu þær tillögur matarverðsnefndar sem nefndin náði saman um að lækka matarreikning vísitölufjölskyldunnar um fimmtíu þúsund á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur vilji ríkisstjórnarinnar hins vegar til að lækka matarskattinn enn meira í ákveðnum flokkum, jafnvel niður í allt að fjögur prósent. Lokaniðurstaða er þó ekki komin í það mál. Samfylkingin vill hins vegar ganga skrefinu lengra og stefna að því að innflutningstollar verði lækkaðir um helming næsta sumar og felldir niður innan tveggja ára. Þá vill Samfylkingin afnema vörugjöld og lækka matarskatt um helming. Bændum verði svo bættur skaðinn með beingreiðslum og búsetustyrkjum. Bændasamtökin hafa brugðist ókvæða við tillögum Samfylkingarinnar og sakað hana um að fórna íslenskum landbúnaði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Matarskattur gæti lækkað umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi. Þá stendur til að fella niður eða lækka vörugjöld af matvælum. Stjórnarflokkarnir vilja hinsvegar ekki hrófla mikið við tollaverndinni fyrr en samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í höfn. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa unnið að málinu í sumar eftir af að matarverðsnefnd skilaði af sér í júní en nefndin klofnaði í afstöðu sinni til verndartollanna svokölluðu. Vinna ráðherranna er á lokastigi en það ræðst í dag hvort frumvarp um þessar aðgerðir verður lagt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það byggist að megninu til á tillögum nefndarinnar frá því í júní en niðurfelling vörugjalda ein og sér ætti að skila vísitölufjölskyldunni rúmum tuttugu þúsundum á mánuði. Matarverðsnefndin vildi að virðisaukaskattur á öllum matvælum yrði fjórtán prósent en hann er tuttugu og fimm prósent í sumum flokkum. Þá yrði hann einnig lækkaður niður í fjórtán prósent á veitingahúsum. Samtals áttu þær tillögur matarverðsnefndar sem nefndin náði saman um að lækka matarreikning vísitölufjölskyldunnar um fimmtíu þúsund á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur vilji ríkisstjórnarinnar hins vegar til að lækka matarskattinn enn meira í ákveðnum flokkum, jafnvel niður í allt að fjögur prósent. Lokaniðurstaða er þó ekki komin í það mál. Samfylkingin vill hins vegar ganga skrefinu lengra og stefna að því að innflutningstollar verði lækkaðir um helming næsta sumar og felldir niður innan tveggja ára. Þá vill Samfylkingin afnema vörugjöld og lækka matarskatt um helming. Bændum verði svo bættur skaðinn með beingreiðslum og búsetustyrkjum. Bændasamtökin hafa brugðist ókvæða við tillögum Samfylkingarinnar og sakað hana um að fórna íslenskum landbúnaði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira