ÍE stefnir fyrrv. starfsmönnum og keppinaut fyrir upplýsingastuld 26. september 2006 15:25 MYND/Vilhelm Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál í Bandaríkjunum gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og bandarískum samkeppnisaðila fyrir stuld og misnotkun á eigum félagsins og margvísleg brot á ráðningarsamningum. Fram kemur í tilkynningu að mönnunum sé meðal annars gefið að sök að hafa á ólögmætan hátt afritað og sent frá fyrirtækinu upplýsingar um viðskiptaleyndarmál, staðlaðar rannsóknaraðferðir og vinnuferla, viðskiptasamninga, hugbúnað og gögn í eigu Íslenskrar erfðagreiningar. Í engu tilfelli er um að ræða persónugreinanlegar upplýsingar um þátttakendur í rannsóknum, enda tryggir dulkóðunarkerfi fyrirtækisins að engar slíkar upplýsingar eru í fórum fyrirtækisins. „Stefndu létu allir af störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu í sumar. Þeir eru: Hákon Hákonarson; fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Íslenskrar erfðagreiningar, Struan Grant; fyrrum verkefnisstjóri í erfðarannsóknum, Robert Skraban; fyrrum starfsmaður í viðskiptaþróunardeild, Jonathan Bradfield sem vann við erfðarannsóknir og Jesus Sainz sem starfaði við lífupplýsingadeild fyrirtækisins. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að í lok síðasta árs gekk Hákon Hákonarson frá samningi við bandaríska sjúkrahúsið Children's Hospital of Philadelphia um að veita forstöðu nýstofnaðri miðstöð fyrir hagnýtar erfðamengjarannsóknir við sjúkrahúsið sem ætlað er að vera í beinni viðskiptalegri samkeppni við Íslenska erfðagreiningu. Að minnsta kosti þrír aðrir hinna stefndu hafa þegar hafið störf á sama vettvangi. Þeir héldu allir samningum sínum og áformum með sjúkrahúsinu leyndum fyrir Íslenskri erfðagreiningu og störfuðu ótrauðir áfram um nokkurra mánaða skeið hjá fyrirtækinu. Eftir margra ára störf sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félagsins byggðu dagleg störf þessara starfsmanna meðal annars á aðgengi að margs konar vísindaniðurstöðum og gögnum sem teljast til verðmætra viðskiptaleyndarmála. Slík gögn eru vistuð í samræmi við strangar öryggisreglur og varin með ýmsum ákvæðum í ráðningarsamningum starfsfólks, sem öll voru brotin af viðkomandi starfsmönnum. Rökstuddur grunur er um að stjórnendur sjúkrahússins hafi haft fulla vitneskju um hina ólögmætu gagnasöfnun og hafa forsvarsmenn þess ákveðið að taka sér stöðu með fimmmenningunum sem varnaraðilar í málinu. Málflutningur vegna kröfu Íslenskrar erfðagreiningar um tafarlaust lögbann á störf fimmmenninganna við miðstöðina og lögbann við notkun hennar á eigum Íslenskrar erfðagreiningar hófst í dag, þriðjudaginn 26. september. Stefnan er í 7 liðum og er meðal annars stefnt vegna brota á lögum um tölvunotkun, samsæri um að stela gögnum og misnota þau, brot á ýmsum ákvæðum ráðningarsamninga; meðal annars um meðferð trúnaðarupplýsinga og störf fyrir samkeppnisaðila, misnotkun viðskiptaleyndarmála, að hafa valdið fyrirtækinu tjóni gagnvart mögulegum styrktar- og samstarfsaðilum fyrirtækisins o.fl. Þá er einnig stefnt fyrir tilraunir til að fela ummerki um afritun gagna og aðra ólögmæta háttsemi, en slíkt er meðal annars brot á skýrum fyrirmælum dómstólsins eftir að stefnan var lögð fram," segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Efling segir upp samningum 2.300 félagsmanna í hjúkrunarstörfum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Sjá meira
Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál í Bandaríkjunum gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og bandarískum samkeppnisaðila fyrir stuld og misnotkun á eigum félagsins og margvísleg brot á ráðningarsamningum. Fram kemur í tilkynningu að mönnunum sé meðal annars gefið að sök að hafa á ólögmætan hátt afritað og sent frá fyrirtækinu upplýsingar um viðskiptaleyndarmál, staðlaðar rannsóknaraðferðir og vinnuferla, viðskiptasamninga, hugbúnað og gögn í eigu Íslenskrar erfðagreiningar. Í engu tilfelli er um að ræða persónugreinanlegar upplýsingar um þátttakendur í rannsóknum, enda tryggir dulkóðunarkerfi fyrirtækisins að engar slíkar upplýsingar eru í fórum fyrirtækisins. „Stefndu létu allir af störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu í sumar. Þeir eru: Hákon Hákonarson; fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Íslenskrar erfðagreiningar, Struan Grant; fyrrum verkefnisstjóri í erfðarannsóknum, Robert Skraban; fyrrum starfsmaður í viðskiptaþróunardeild, Jonathan Bradfield sem vann við erfðarannsóknir og Jesus Sainz sem starfaði við lífupplýsingadeild fyrirtækisins. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að í lok síðasta árs gekk Hákon Hákonarson frá samningi við bandaríska sjúkrahúsið Children's Hospital of Philadelphia um að veita forstöðu nýstofnaðri miðstöð fyrir hagnýtar erfðamengjarannsóknir við sjúkrahúsið sem ætlað er að vera í beinni viðskiptalegri samkeppni við Íslenska erfðagreiningu. Að minnsta kosti þrír aðrir hinna stefndu hafa þegar hafið störf á sama vettvangi. Þeir héldu allir samningum sínum og áformum með sjúkrahúsinu leyndum fyrir Íslenskri erfðagreiningu og störfuðu ótrauðir áfram um nokkurra mánaða skeið hjá fyrirtækinu. Eftir margra ára störf sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félagsins byggðu dagleg störf þessara starfsmanna meðal annars á aðgengi að margs konar vísindaniðurstöðum og gögnum sem teljast til verðmætra viðskiptaleyndarmála. Slík gögn eru vistuð í samræmi við strangar öryggisreglur og varin með ýmsum ákvæðum í ráðningarsamningum starfsfólks, sem öll voru brotin af viðkomandi starfsmönnum. Rökstuddur grunur er um að stjórnendur sjúkrahússins hafi haft fulla vitneskju um hina ólögmætu gagnasöfnun og hafa forsvarsmenn þess ákveðið að taka sér stöðu með fimmmenningunum sem varnaraðilar í málinu. Málflutningur vegna kröfu Íslenskrar erfðagreiningar um tafarlaust lögbann á störf fimmmenninganna við miðstöðina og lögbann við notkun hennar á eigum Íslenskrar erfðagreiningar hófst í dag, þriðjudaginn 26. september. Stefnan er í 7 liðum og er meðal annars stefnt vegna brota á lögum um tölvunotkun, samsæri um að stela gögnum og misnota þau, brot á ýmsum ákvæðum ráðningarsamninga; meðal annars um meðferð trúnaðarupplýsinga og störf fyrir samkeppnisaðila, misnotkun viðskiptaleyndarmála, að hafa valdið fyrirtækinu tjóni gagnvart mögulegum styrktar- og samstarfsaðilum fyrirtækisins o.fl. Þá er einnig stefnt fyrir tilraunir til að fela ummerki um afritun gagna og aðra ólögmæta háttsemi, en slíkt er meðal annars brot á skýrum fyrirmælum dómstólsins eftir að stefnan var lögð fram," segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Efling segir upp samningum 2.300 félagsmanna í hjúkrunarstörfum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Sjá meira