Taka bíla af ökuníðingum? 26. september 2006 18:02 Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vill skoða þann möguleika að dæma bíla af mönnum sem verða uppvísir að ofsaakstri. Fátt bendir til að dregið hafi úr ofsaakstri eftir að STOPP átak umferðastofu fór af stað um miðjan mánuð. Um hálf sex-leytið síðastliðinn laugardag keyrði til dæmis hvítur sportbíll á uggvænlegum hraða aftan á jeppa sem kastaðist á vegrið í Ártúnsbrekkunni og flaug síðan yfir þrjár akreinar og lenti þar í brekku. Vitni sem NFS ræddi við segist ekki myndu vera til frásagnar ef ekki hefði verið fyrir vegriðið. Hann sagði jafnframt að hraðinn á sportbílnum hefði verið geigvænlegur, meiri en hann hélt að hægt væri að ná í umferðinni innan borgarmarka. Í ágúst voru 67 bílar mældir á yfir 190 kílómetra hraða á Kjalarnesi. Fjölmargar hugmyndir hafa komið upp á síðustu árum til að draga úr hraðakstri. Meðal annars hraðalásar, ökuritar og jafnvel sú leið að dæma bíla af þeim sem verða uppvísir að ofsaakstri. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu bendir á að menn geti lent í því að hald sé lagt á bíla þeirra fyrir að borga eki stöðumælasekt, slíkur kostur sé ekki fyrir hendi hjá þeim sem stefna lífi og limum samborgara sinna í hættu með ofsaakstri. Sigurður bendir líka á að íslensk uppfinning - SAGA ökuritinn - hafi reynst mjög vel til að bæta aksturslag. Ýmis fyrirtæki hafi notað ökuritann með góðum árangri, t.d. hafi tjónum hjá starfsmönnum Póstsins fækkað um 50% á einu ári eftir að ökuritinn var tekinn í notkun. Fréttir Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Sjá meira
Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vill skoða þann möguleika að dæma bíla af mönnum sem verða uppvísir að ofsaakstri. Fátt bendir til að dregið hafi úr ofsaakstri eftir að STOPP átak umferðastofu fór af stað um miðjan mánuð. Um hálf sex-leytið síðastliðinn laugardag keyrði til dæmis hvítur sportbíll á uggvænlegum hraða aftan á jeppa sem kastaðist á vegrið í Ártúnsbrekkunni og flaug síðan yfir þrjár akreinar og lenti þar í brekku. Vitni sem NFS ræddi við segist ekki myndu vera til frásagnar ef ekki hefði verið fyrir vegriðið. Hann sagði jafnframt að hraðinn á sportbílnum hefði verið geigvænlegur, meiri en hann hélt að hægt væri að ná í umferðinni innan borgarmarka. Í ágúst voru 67 bílar mældir á yfir 190 kílómetra hraða á Kjalarnesi. Fjölmargar hugmyndir hafa komið upp á síðustu árum til að draga úr hraðakstri. Meðal annars hraðalásar, ökuritar og jafnvel sú leið að dæma bíla af þeim sem verða uppvísir að ofsaakstri. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu bendir á að menn geti lent í því að hald sé lagt á bíla þeirra fyrir að borga eki stöðumælasekt, slíkur kostur sé ekki fyrir hendi hjá þeim sem stefna lífi og limum samborgara sinna í hættu með ofsaakstri. Sigurður bendir líka á að íslensk uppfinning - SAGA ökuritinn - hafi reynst mjög vel til að bæta aksturslag. Ýmis fyrirtæki hafi notað ökuritann með góðum árangri, t.d. hafi tjónum hjá starfsmönnum Póstsins fækkað um 50% á einu ári eftir að ökuritinn var tekinn í notkun.
Fréttir Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Sjá meira