Flytur fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs 2. október 2006 17:45 Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion - ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica. Í fyrirlestri sínum sem Dr. Kotaite heldur á þriðjudaginn, mun hann fjalla um framtíð alþjóðlegs flugs en þar má segja að umhverfismálin sé efst á baugi um þessar mundir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugvélum og áhrif þeirra á hitnun andrúmsloftsins auk hefðbundinna umhverfismála flugsins eru ein helsta áskorun, sem flugið stendur fyrir í framtíðinni. Verður áhugavert að heyra í Dr. Kotaite hvað hann hefur að segja um þessi mál, en hann hefur í meira en þrjátíu ár stýrt ICAO við að setja alþjóðlegar reglur og staðla fyrir flug um allan heim.. Ástæða þess að Dr. Kotaite er nú boðið til Íslands er mikil og heilladrjúg afskipti hans af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Hann hefur vakið sérstaka athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd þessara mála á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bent á að slíkt fyrirkomulag gæti verið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim, ekki síst í í löndum þriðja heimsins. Auk þess að vera viðurkenndur sem einn af helstu framámönnum alþjóðlegs borgaralegs flugs um áratuga skeið, hefur Dr. Kotaite reynst öflugur stuðningsmaður íslenskrar flugstarfsemi. Hann veitti t.d. íslenskum flugmálayfirvöldum mikilvægan stuðning, þegar íslensk stjórnvöld tókust á hendur árið 2004 að koma rekstri flugvallarins í Pristina í Kosovo í borgaralegt horf í samræmi við staðla ICAO og styðja við uppbyggingu þessa mikilvæga mannvirkis. Eins og fram hefur komið gegndi Dr. Kotaite forsetaembætti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í 30 ár, allt þar til hann lét af því starfi í júlí á þessu ári. Áður hafði hann verið aðalframkvæmdastjóri ICAO um 6 ára skeið og þar áður fulltrúi Líbanon í fastaráðinu, en hann er líbanskur ríkisborgari. Dr. Kotaite hefur komið hingað til lands tvisvar. Fyrst kom hann til landsins árið 1979 til að sæma Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóra æðstu viðurkenningu ICAO, svonefndri Edward Warner orðu, sem Agnar hlaut einkum fyrir störf sín að málefnum alþjóðaflugþjónustunnar. Árið 1994 kom Dr. Kotaite einnig til landsins, og lagði hornstein að nýju flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ásamt Halldóri Blöndal þáverandi samgönguráðherra. Það er því ljóst að Íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við Dr. Kotaite en hann hefur stutt Íslendinga með ráðum og dáð í öll þau ár sem hann sat í stóli forseta ICAO. Fyrirlestur Dr. Assad Kotaite fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun og hefst klukkan 16:00. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion - ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica. Í fyrirlestri sínum sem Dr. Kotaite heldur á þriðjudaginn, mun hann fjalla um framtíð alþjóðlegs flugs en þar má segja að umhverfismálin sé efst á baugi um þessar mundir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugvélum og áhrif þeirra á hitnun andrúmsloftsins auk hefðbundinna umhverfismála flugsins eru ein helsta áskorun, sem flugið stendur fyrir í framtíðinni. Verður áhugavert að heyra í Dr. Kotaite hvað hann hefur að segja um þessi mál, en hann hefur í meira en þrjátíu ár stýrt ICAO við að setja alþjóðlegar reglur og staðla fyrir flug um allan heim.. Ástæða þess að Dr. Kotaite er nú boðið til Íslands er mikil og heilladrjúg afskipti hans af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Hann hefur vakið sérstaka athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd þessara mála á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bent á að slíkt fyrirkomulag gæti verið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim, ekki síst í í löndum þriðja heimsins. Auk þess að vera viðurkenndur sem einn af helstu framámönnum alþjóðlegs borgaralegs flugs um áratuga skeið, hefur Dr. Kotaite reynst öflugur stuðningsmaður íslenskrar flugstarfsemi. Hann veitti t.d. íslenskum flugmálayfirvöldum mikilvægan stuðning, þegar íslensk stjórnvöld tókust á hendur árið 2004 að koma rekstri flugvallarins í Pristina í Kosovo í borgaralegt horf í samræmi við staðla ICAO og styðja við uppbyggingu þessa mikilvæga mannvirkis. Eins og fram hefur komið gegndi Dr. Kotaite forsetaembætti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í 30 ár, allt þar til hann lét af því starfi í júlí á þessu ári. Áður hafði hann verið aðalframkvæmdastjóri ICAO um 6 ára skeið og þar áður fulltrúi Líbanon í fastaráðinu, en hann er líbanskur ríkisborgari. Dr. Kotaite hefur komið hingað til lands tvisvar. Fyrst kom hann til landsins árið 1979 til að sæma Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóra æðstu viðurkenningu ICAO, svonefndri Edward Warner orðu, sem Agnar hlaut einkum fyrir störf sín að málefnum alþjóðaflugþjónustunnar. Árið 1994 kom Dr. Kotaite einnig til landsins, og lagði hornstein að nýju flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ásamt Halldóri Blöndal þáverandi samgönguráðherra. Það er því ljóst að Íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við Dr. Kotaite en hann hefur stutt Íslendinga með ráðum og dáð í öll þau ár sem hann sat í stóli forseta ICAO. Fyrirlestur Dr. Assad Kotaite fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun og hefst klukkan 16:00.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira