Haukastúlkur unnu Grindavík 91-73 í úrslitum Powerade fyrirtækjabikarsins í körfuknattleik. Helena Sverrisdóttir átti mjög góðan leik og var stigahæst í Haukaliðinu en Tamara Bowie var atkvæðamest Grindvíkinga. Nú er að hefjast úrslitaleikur karla á milli Keflavíkinga og Njarðvíkinga.