Tveir deila friðarverðlaunum Nóbels 13. október 2006 09:04 Mohammad Yunus, stofnandi Grameen-bankans. MYND/AP Bangladessbúinn Mohammad Yunus og Grameen-bankinn sem hann stofnaði deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt í morgun. Verðlaunin fá þeir fyrir viðleitni sína til að stuðla að efnahagslegum og félagslegum umbótum meðal hinna fátæku. Í umsögn nóbelsnefndarinnar segir að Mumhammad Yunus hafi með hugmyndum sínum hjálpað milljónum manna, ekki aðeins í Bangladess heldur öðrum löndum, með lánum til fátækra. Starf hans hafi hafist fyrir þremur áratugum og virst nær ómögulegt en hugmyndir hans og bankans hafi verið teknar upp af öðrum stofnunum víða um heim. Þá segir í úrskurðinum að friður komist ekki á í heiminum fyrr en stórum hóps fólks verði bjargað úr gildru fátæktar og að sérhver manneskja eigi rétt á sómasamlegu lífi. Starf Yunus og bankans hafi reynst mikilvægt í safmfélögum þar sem konur eigi undir högg að sækja og lýðræðis- og efnahagsframfarir geti ekki orðið að fullu nema konur og karlar standi jöfn. Mohammad Yunus er fæddur árið 1940 í Bangladess. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði frá Vanderbilt-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1969 og stofnaði sjö árum seinna Grameen-bankann í Dhaka í Bangladess. Hann hefur veitt fátækum lán sem þeir ættu annars ekki kost á. Yunus hefur auk þess starfað að málefnum fátækra á vegum Sameinuðu þjóðanna í mörg ár.Mohammad Yunus sagði í samtali við norska fjölmiðla í morgun að hann tryði því varla að hann hefði hlotið verðlaunin. „Þetta eru frábær tíðiindi fyrir okkur öll, Grameen-bankann, Bangladess og öll fátæku ríkin og fátæka alls staðar í heiminum," sagði hann.Yunus sagðist hlakka til að heimsækja Osló en þangað kemur hann 10. desember til að taka við Nóbelsverðlaununum. Erlent Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Bangladessbúinn Mohammad Yunus og Grameen-bankinn sem hann stofnaði deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt í morgun. Verðlaunin fá þeir fyrir viðleitni sína til að stuðla að efnahagslegum og félagslegum umbótum meðal hinna fátæku. Í umsögn nóbelsnefndarinnar segir að Mumhammad Yunus hafi með hugmyndum sínum hjálpað milljónum manna, ekki aðeins í Bangladess heldur öðrum löndum, með lánum til fátækra. Starf hans hafi hafist fyrir þremur áratugum og virst nær ómögulegt en hugmyndir hans og bankans hafi verið teknar upp af öðrum stofnunum víða um heim. Þá segir í úrskurðinum að friður komist ekki á í heiminum fyrr en stórum hóps fólks verði bjargað úr gildru fátæktar og að sérhver manneskja eigi rétt á sómasamlegu lífi. Starf Yunus og bankans hafi reynst mikilvægt í safmfélögum þar sem konur eigi undir högg að sækja og lýðræðis- og efnahagsframfarir geti ekki orðið að fullu nema konur og karlar standi jöfn. Mohammad Yunus er fæddur árið 1940 í Bangladess. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði frá Vanderbilt-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1969 og stofnaði sjö árum seinna Grameen-bankann í Dhaka í Bangladess. Hann hefur veitt fátækum lán sem þeir ættu annars ekki kost á. Yunus hefur auk þess starfað að málefnum fátækra á vegum Sameinuðu þjóðanna í mörg ár.Mohammad Yunus sagði í samtali við norska fjölmiðla í morgun að hann tryði því varla að hann hefði hlotið verðlaunin. „Þetta eru frábær tíðiindi fyrir okkur öll, Grameen-bankann, Bangladess og öll fátæku ríkin og fátæka alls staðar í heiminum," sagði hann.Yunus sagðist hlakka til að heimsækja Osló en þangað kemur hann 10. desember til að taka við Nóbelsverðlaununum.
Erlent Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira