Ólíklegt að Venesúela fái sæti í Öryggisráði SÞ 16. október 2006 21:21 Eitthvað af því kynningarefni sem ríki hafa sent frá sér vegna baráttu um sæti í Öryggisráði SÞ næstu 2 árin. MYND/AP Litlar líkur eru taldar á því að Venesúela fái sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til næstu 2 ára eftir að Gvatemala hafði betur í sjöundu leynilegu atkvæðagreiðslunni um sæti í ráðinu í dag. Ríkin tvö berjast um sæti sem ríki Rómönsku-Ameríku á rétt á. Annað ríkið þarf að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþingi samtakanna til að hreppa hnossið. Í sjöttu umferð voru ríkin jöfn en áður hafði Gvatemala vinninginn. Í sjöundu umferð fengu Kúba og Mexíkó eitt atkvæði hvort ríki og fimm þjóðir sátu hjá. Enn þarf því að greiða atkvæði milli ríkjanna og svo gæti farið að samkomulag næðist um að annað ríki fengi sæti í ráðinu sem sátt næðist um. Oft hefur þurft að greiða atkvæði ítrekað um hvernig skipa eigi í ráðið. Ekki hefur þó enn tekist að slá metið frá árinu 1979 þegar valið stóð á milli Kólumbíu og Kúbu. Greidd voru atkvæði 155 sinnum. Að lokuð náðist sátt um að Mexíkó tæki sæti í ráðinu. Francisco Javier Arias, sendifulltrúi Venesúela hjá SÞ, segir bandarísk stjórnvöld hafa reynt að gera þetta að keppni milli Venesúela og ráðamanna í Washington sem vilji gera allt til að koma í veg fyrir að Venesúela fái sæti í ráðinu. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld, og þá Bush Bandaríkjaforseta sérstaklega, afar harðlega fyrir framgöngu sína í ýmsum málum. Arias sagði ráðamenn í Venesúela hafa sent skýr skilaboð um að þeir vildu ekki gefa eftir sætið fyrr en í fulla hnefana. Fimmtán ríki eiga sæti í Öryggisráðinu. Þau ríki sem eiga fast sæti og fara með neitunarvald eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Kosið er um hvaða önnur ríki skipa hin 10 sæti og það er 2 ár í senn. Kosið var um fjögur sæti til viðbótar í dag. Það eru Belgía, Indónesía, Ítalía og Suður-Afríka sem taka við að Danmörku, Grikklandi, Japan og Tansaníu frá 1. janúar á næsta ári. Svo er að sjá hvort Gvatemala, Venesúela eða annað ríki taki við af Argentínu á sama tíma. Þau 5 ríki sem sitja út næsta ár eru Gana, Katar, Perú, Slóvakía og Vestur-Kongó. Ísland hefur lýst yfir framboði til Öryggisráðsins fyrir tímabilið 2009 til 2010. Erlent Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Litlar líkur eru taldar á því að Venesúela fái sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til næstu 2 ára eftir að Gvatemala hafði betur í sjöundu leynilegu atkvæðagreiðslunni um sæti í ráðinu í dag. Ríkin tvö berjast um sæti sem ríki Rómönsku-Ameríku á rétt á. Annað ríkið þarf að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþingi samtakanna til að hreppa hnossið. Í sjöttu umferð voru ríkin jöfn en áður hafði Gvatemala vinninginn. Í sjöundu umferð fengu Kúba og Mexíkó eitt atkvæði hvort ríki og fimm þjóðir sátu hjá. Enn þarf því að greiða atkvæði milli ríkjanna og svo gæti farið að samkomulag næðist um að annað ríki fengi sæti í ráðinu sem sátt næðist um. Oft hefur þurft að greiða atkvæði ítrekað um hvernig skipa eigi í ráðið. Ekki hefur þó enn tekist að slá metið frá árinu 1979 þegar valið stóð á milli Kólumbíu og Kúbu. Greidd voru atkvæði 155 sinnum. Að lokuð náðist sátt um að Mexíkó tæki sæti í ráðinu. Francisco Javier Arias, sendifulltrúi Venesúela hjá SÞ, segir bandarísk stjórnvöld hafa reynt að gera þetta að keppni milli Venesúela og ráðamanna í Washington sem vilji gera allt til að koma í veg fyrir að Venesúela fái sæti í ráðinu. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld, og þá Bush Bandaríkjaforseta sérstaklega, afar harðlega fyrir framgöngu sína í ýmsum málum. Arias sagði ráðamenn í Venesúela hafa sent skýr skilaboð um að þeir vildu ekki gefa eftir sætið fyrr en í fulla hnefana. Fimmtán ríki eiga sæti í Öryggisráðinu. Þau ríki sem eiga fast sæti og fara með neitunarvald eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Kosið er um hvaða önnur ríki skipa hin 10 sæti og það er 2 ár í senn. Kosið var um fjögur sæti til viðbótar í dag. Það eru Belgía, Indónesía, Ítalía og Suður-Afríka sem taka við að Danmörku, Grikklandi, Japan og Tansaníu frá 1. janúar á næsta ári. Svo er að sjá hvort Gvatemala, Venesúela eða annað ríki taki við af Argentínu á sama tíma. Þau 5 ríki sem sitja út næsta ár eru Gana, Katar, Perú, Slóvakía og Vestur-Kongó. Ísland hefur lýst yfir framboði til Öryggisráðsins fyrir tímabilið 2009 til 2010.
Erlent Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira