Sony-Ericsson sækir í sig veðrið 19. október 2006 16:47 Farsímar. Greiningardeild Landsbankans segir samkeppni hafa aukist á ný á farsímamarkaði eftir að stærstu framleiðendur farsíma skiluðu uppgjörum sínum. Hagnaður stærstu fyrirtækjanna minnkaði á milli ára en Sony-Ericsson sækir í sig veðrið. Deildin segir í Vegvísi sínum í dag að hagnaður Motorola hafi dregist saman á milli ára líkt og hjá finnska farsímaframleiðandanum Nokia og voru uppgjör félaganna undir væntingum. Þrátt fyrir þetta heldur Motorola stöðu sinni sem næst stærsti farsímaframleiðandi í heimi á eftir Nokia. Á móti jókst hagnaður Samsung og Sony-Ericsson nokkuð á milli ára. Velta Samsung jókst reyndar einungis um 2 prósent en afkoman í heild var mun betri vegna góðarar sölu á minniskubbum. Sony-Ericsson skilaði hins vegar mun betra uppgjöri en á síðasta ári og jók hagnað um hvorki meira né minna en 187 prósent á milli ára, sem var umfram væntingar. Greiningardeild Landsbankans segir sérfræðinga hafa átt von á 210 milljóna evru hagnaði en hann reyndir rúmlega tvöfaldur frá spá þeirra. Þá segir deildin Sony-Ericsson vera orðinn fjórða stærsta framleiðanda farsíma og stefni á að ná þriðja sætinu af Samsung.Farsímaframleiðendur gera ráð fyrir selja 950-970 milljón farsíma á árinu , sem er um 22 prósenta aukning á milli ára. Miðað við að markaðshlutdeild Nokia er um 36 prósent mun fyrirtækið selja um 350 milljón farsíma á þessu ári, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Greiningardeild Landsbankans segir samkeppni hafa aukist á ný á farsímamarkaði eftir að stærstu framleiðendur farsíma skiluðu uppgjörum sínum. Hagnaður stærstu fyrirtækjanna minnkaði á milli ára en Sony-Ericsson sækir í sig veðrið. Deildin segir í Vegvísi sínum í dag að hagnaður Motorola hafi dregist saman á milli ára líkt og hjá finnska farsímaframleiðandanum Nokia og voru uppgjör félaganna undir væntingum. Þrátt fyrir þetta heldur Motorola stöðu sinni sem næst stærsti farsímaframleiðandi í heimi á eftir Nokia. Á móti jókst hagnaður Samsung og Sony-Ericsson nokkuð á milli ára. Velta Samsung jókst reyndar einungis um 2 prósent en afkoman í heild var mun betri vegna góðarar sölu á minniskubbum. Sony-Ericsson skilaði hins vegar mun betra uppgjöri en á síðasta ári og jók hagnað um hvorki meira né minna en 187 prósent á milli ára, sem var umfram væntingar. Greiningardeild Landsbankans segir sérfræðinga hafa átt von á 210 milljóna evru hagnaði en hann reyndir rúmlega tvöfaldur frá spá þeirra. Þá segir deildin Sony-Ericsson vera orðinn fjórða stærsta framleiðanda farsíma og stefni á að ná þriðja sætinu af Samsung.Farsímaframleiðendur gera ráð fyrir selja 950-970 milljón farsíma á árinu , sem er um 22 prósenta aukning á milli ára. Miðað við að markaðshlutdeild Nokia er um 36 prósent mun fyrirtækið selja um 350 milljón farsíma á þessu ári, að sögn greiningardeildar Landsbankans.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira