Ísafjarðarbær dæmdur til að greiða bætur vegna skíðaslyss 19. október 2006 17:19 MYND/GVA Hæstiréttur dæmdi í dag Ísafjarðarbæ til að greiða manni um sex milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í skíðaferð á vegum Súðavíkurskóla á skíðasvæði bæjarins í Tungudal árið 2002. Sneri hann að hluta til við dómi héraðdóms sem hafði sýknað Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp vegna slyssins. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn féll þegar hann stökk á skíðum á snjóbrettapalli og lenti á höfðinu með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund. Hafa læknar metið varanlega örorku mannsins 80 prósent. Maðurinn lögsótti bæði Súðavíkurhrepp og Ísafjarðarbæ vegna málsins og taldi pallinn hafa verið stórhættulegan, en maðurinn hafði nokkra reynslu af skíðum. Fór hann fram á rúmar 11,5 milljónir króna í bætur. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að ekki hafi legið fyrir greinargóðar upplýsingar um aðstæður á slysstað en vitni hafi talið umræddan pall hættulegan bæði með tilliti til gerðar hans og staðsetningar. Var Súðavíkurhreppur sýknaður þar sem ekki var talið að hann bæri neina ábyrgð á slysinu en Ísafjarðarbær var látinn bera hallann af framangreindum skorti á upplýsingum. Hins vegar tók Hæstiréttur undir með héraðsdómi að maðurinn hefði sýnt af sér gáleysi þegar hann renndi sér á pallinum og var hann því látinn bera helming tjóns síns sjálfur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag Ísafjarðarbæ til að greiða manni um sex milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í skíðaferð á vegum Súðavíkurskóla á skíðasvæði bæjarins í Tungudal árið 2002. Sneri hann að hluta til við dómi héraðdóms sem hafði sýknað Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp vegna slyssins. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn féll þegar hann stökk á skíðum á snjóbrettapalli og lenti á höfðinu með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund. Hafa læknar metið varanlega örorku mannsins 80 prósent. Maðurinn lögsótti bæði Súðavíkurhrepp og Ísafjarðarbæ vegna málsins og taldi pallinn hafa verið stórhættulegan, en maðurinn hafði nokkra reynslu af skíðum. Fór hann fram á rúmar 11,5 milljónir króna í bætur. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að ekki hafi legið fyrir greinargóðar upplýsingar um aðstæður á slysstað en vitni hafi talið umræddan pall hættulegan bæði með tilliti til gerðar hans og staðsetningar. Var Súðavíkurhreppur sýknaður þar sem ekki var talið að hann bæri neina ábyrgð á slysinu en Ísafjarðarbær var látinn bera hallann af framangreindum skorti á upplýsingum. Hins vegar tók Hæstiréttur undir með héraðsdómi að maðurinn hefði sýnt af sér gáleysi þegar hann renndi sér á pallinum og var hann því látinn bera helming tjóns síns sjálfur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira